Forsetaævisögu breytt vegna falls útrásarinnar

Eins og sást í Kastljósinu í gærkvöldi er Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í mikilli vörn vegna falls útrásarinnar, enda lengst af sameiningartákn hennar. Því er kannski ekki undarlegt að breyta eigi forsetaævisögu hans í ljósi nýjustu tíðinda. Þegar forsetaferli Ólafs Ragnars er gerð skil verður erfitt að skilja að ferðalög hans fyrir útrásarvíkingana um víða veröld og embættisverk hans, enda var hann svo áberandi hluti af útrásinni og gleymdi sér í heimshornaflakkinu og skjallinu. Hann fjarlægðist þjóðina með því.

Forsetaembættið hefur fjarlægst þjóðina á síðustu árum - forseti Íslands hefur hvorki deilt kjörum né þjáningum þjóðarinnar. Aðdáun forsetans á útrásarvíkingunum virðist komið honum í koll nú og augljóst var á tali hans í gærkvöldi að hann var í vörn við að svara fyrir útrásina. Svona fer þegar misst er sjónar á aðalatriðum fyrir aukaatriðin eins og forsetinn féll í pyttinn með. Kannski finnst einhverjum notalegt að fá forsetann í heimsókn við þessar aðstæður en mér datt strax í hug einkaþotuflug forsetans.

Mér fannst það yfirmáta vemmulegt að heyra af þessum vinnustaðaheimsóknum, starfsfólkinu til hægðarauka og hughreystingar. Kannski finnst einhverjum þetta traust, að snúa aftur í ræturnar þegar glamúrinn er búinn en þetta er fyrst og fremst táknmynd afsakandi forseta sem er að leita að þjóð sinni aftur eftir að hafa villst af leið. Vonandi tekst forsetanum að finna sjálfan sig í þessum vinnustaðaheimsóknum.

mbl.is Forsetabók afturkölluð úr prentsmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þetta fór líka óheyrilega í taugarnar á Davíð Oddssyni. Hafði það áhrif á ákvorðun hans sem seðkabankastjóra varðani Glitni?

Ég vil fá fólk sem er hafið yfir slíka gagnrýni í æðstu embætti Íslands. Þar á meðal í seðlabankann!

Hlakka til að lesa bókina þegar hún kemur út.

Vilborg Traustadóttir, 14.10.2008 kl. 13:30

2 Smámynd: Landfari

Ég var nú hættur að lesa það sem þú skrifaðir Stefán því ég lenti aftur og aftur í að endurlesa frétina sem þú tengdir skrifin þín við.

Fyrir tilviljun datt ég inná þennan pistil þinn og þó ég hafi ekki séð umræddan kastljósþátt þá er ég eiginlega bara alveg sammála þér. Takk fyrir góðan pistil.

Landfari, 14.10.2008 kl. 15:24

3 identicon

OK ... ég held að við séum öll búin að lesa all oft hjá þér í ítarlegum pistlum hvað þú ert lítt hrifinn af Ólafi.  Þú segir að þér finnst þessar heimsókni "yfirmáta vemmulegar" (er þetta orð?).  Gott og vel, vera má að þær séu vemmulegar.  Dæmi hver fyrir sig.  Hins vegar sagðir þú í gær að þú sért, "...ánægður með að hann ætlar að tala við þjóðina með vinnustaðaheimsóknum."

Kannski er ég svona svakalega heimskur en mér finnst þetta vera pínu mótsögn.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband