Stutt í að lögreglan fái rafbyssur?

Ég er ekki undrandi á því að síendurteknar árásir að lögreglumönnum verði notaðar til að beita sér fyrir því að rafbyssur verði teknar upp. Mér finnst það eðlilegt í stöðunni eins og komið er. Yfirlýsingar Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, eru viðbrögð við vandanum í stöðunni. Mér finnst eðlilegt að þetta verði rætt núna í stað þess að það verði gagnrýnt sem vopnvæðingu án þess að vandi sé í stöðunni.

Svo er nú komið að velta þarf þessu fyrir sér í alvöru. Ég tel líklegt að stjórnvöld muni nú hugleiða alvarlega að taka upp þessi vopn og auk þess muni lögreglumenn gera það að kröfu að þeir njóti meiri verndar og geti gripið til vopna sé að þeim ráðist. Þetta er eðlileg krafa í stöðunni.

mbl.is Björn: Tryggja verður öryggi lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smá spurning Stefán: Hefurðu kynnt þér hvenær lögreglur beita eða bera rafbyssur? Þú skrifar í þessum tveimur færslum eins og þetta verði staðalbúnaður götulögreglu. Þá er alveg eins hægt að leyfa skotvopnaburð líkt og í mörgum ríkjum.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 14:24

2 Smámynd: Björn Magnús Stefánsson

Ég er þér hjartanlega sammála.

það er nú ekki svo sjaldan sem ég er búinn að segja fólki hérna úti að lögreglan heima á Íslandi beri ekki nein vopn nema kylfu og piparúða.

Það er náttúrulega engin vörn því þeir eru alveg varnarlausir ef einhver myndi ráðast á þá. Hvað geta þeir gert í þeim efnum nema hlaupa á brott og kalla á aðstoð, þetta væri ekkert nema sparnaður og meira öryggi fyrir lögregluna að nota þessar rafbyssur.

Björn Magnús Stefánsson, 19.10.2008 kl. 14:32

3 identicon

Hluti vandamálsins er að lögreglan sjálf, er oft "bófi í vinnuklæðum". Það er ekki að ástæðulausu sem svindl, svínarí, eiturlyf og smygl á svo auðvelt uppdráttar.  Né er það að ástæðulausu, að fólk vill ekki bera vitni og flýr frá brotastöðum. Setja ber upp eftirlit á lögreglunni, og tryggla að yfirmenn hennar fái ekki að sitja í stöðum sínum nema í takmarkaðan tíma, til að stemmu stigu við mafíu háttum lögreglunar. Þetta er mun mikilvægara, en að veita henni vopn.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 14:39

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Getur ekki verið að öll þessi umræða um rafbyssuvæðingu og hert viðurlög og hvaðeina sé að auka á árásir á lögreglu frekar en hitt?

Hitt er annað mál, að ofbeldisseggir eru stórlega of fljótir að sleppa úr steininum aftur, burtséð á  hverja þér réðust.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.10.2008 kl. 15:03

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Algjörlega ósammál þessu Stefán Friðrik,allt annað en þetta/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 19.10.2008 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband