Verður óskað eftir aðstoð IMF síðar í dag?

Ég get ekki betur séð en svo sé komið að íslenska ríkisstjórnin muni síðar í dag óska eftir stuðningi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í erfiðleikum þjóðarinnar. Þetta er neyðarúrræði en er til marks um hversu illa er komið fyrir þjóðinni í lok útrásarinnar, sem lofuð var í bak og fyrri. Þetta er ekki ánægjulegt skref fyrir stolta þjóð sem hefur vanist því lengi að geta bjargað sér sjálf og vera ekki upp á neinn kominn í lífsbaráttu sinni.

Síðast leitaði íslenska þjóðin til sjóðsins í valdatíð ríkisstjórnar dr. Gunnars Thoroddsens árið 1982, en þá var verðbólgan upp úr öllu valdi og tók nokkurn tíma til að ná einhverju jafnvægi aftur. Íslenska þjóðin hefur verið skuldlaus við sjóðinn frá árinu 1987 í valdatíð ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar, ritstjóra Fréttablaðsins, og hefur eftir þjóðarsátt átt mikið góðærisskeið sem síðar náði hámarki með útrásinni.

Þessu skeiði er nú lokið með harkalegri brotlendingu. Stóra spurningin nú er hverjir skilmálar IMF verði. Ég vil helst fá að vita hversu mikil völd þeir sækja sér. Hvort að fjármálaeftirlitið, fjármálaráðuneytið og allir helstu sjóðir landsmanna verði í gjörgæslu hjá IMF. Búast má við mjög hörðum skilmálum. IMF er ekki þekkt fyrir neitt annað.

Þessi enduruppbygging sem er framundan verður mikið sársaukaskeið fyrir þjóðina. Byggja þarf að mörgu leyti nýtt Ísland á grunni þess sem áður var. Vonandi lærum við af mistökum og sukki góðærisáranna í því ferli.


mbl.is Ráðherrar funda á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ekki veit ég hvaða skilyrði sjóðurinn setur en ÉG fer fram á að Ríkisstjórn Íslands segi af sér sem og stjórn Seðlabankans.

Þóra Guðmundsdóttir, 19.10.2008 kl. 17:03

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Er nokkuð athugavert við að þessar stofnanir verði í gjörgæslu? Það er búið að sýna sig að þar kunna menn ekki fótum sínum forráð.

Kannski verður þetta sársaukafyllst fyrir þá sem töldu sig hæfa til að ráðskast með verðmæti þjóðarinnar en verða nú að hlíta vitrari manna ráðum. Við óbreytt höfum svosem aldrei gert annað en að strita fyrir lífsbjörginni og munum væntanlega ekki breyta því neitt. Bara strita meira og fá minna. 

Helga R. Einarsdóttir, 19.10.2008 kl. 18:09

3 identicon

Orð að sönnu Þóra.  Svo er það annað sem ég hef verið að hugleiða.  Þetta skipbrot er til komið vegna rangra ákvarðanna ca. 20-30 einstaklinga.  Hví þarf ég að berða skarðan hlut frá borði vegna þeirra?  Þeir koma mér ekkert við og ég kem þeim ekkert við. 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband