Friðrik áfram í LV - skynsamleg ákvörðun

Mér finnst það mjög skynsamleg ákvörðun að framlengja ráðningarsamning við Friðrik Sophusson, forstjóra Landsvirkjunar, og tel að það sé farsæl lausn á þeim tímum sem nú eru. Hann hefur jafnan notið mikils trausts í þessu starfi og er traustur valkostur.

Eitt hefur mér þó mislíkað mjög í þessum forstjóramálum hjá Landsvirkjun; að listi yfir umsækjendurna 55 hafi ekki verið birtur opinberlega. Mikilvægt er að þessi mál sé uppi á borðinu en ekki í felum einhversstaðar bakvið tjöldin.

Vel má vera að einhverjir peningamenn tengdir útrásinni eða bönkunum hafi sótt um og ekki hafi verið rétt að ráða einn slíkan. Eftir stendur þó að framlenging á ráðningarsamningi Friðriks eru góð tíðindi við þessar aðstæður.

mbl.is Ekki það sem ég stefndi að
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Í því árferði sem nú herjar á okkur hefði ekki veitt af að hleypa einum á eftirlaun til að rýma fyrir öðrum atvinnulausum, ok ekki atvinnulausum, en það hefði allavega komist 1 enn í góða vinnu.

Gísli Sigurðsson, 20.10.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband