Gömlu dagarnir í Bónus áður en græðgin tók völd

jajjj
Ekki hafa mörg tækifæri gefist til að gera grín að kreppunni sem þjóðin er komin í. En ég hló mjög að myndinni af feðgunum Jóni Ásgeiri og Jóhannesi í Bónus sem sýnir þá í upphafi frægðarferilsins. Stóra spurningin hlýtur að vera; hvar varð þessum mönnum á - hvar var farið út af sporinu? Þeir hefðu betur haldið fast við þessar lífsreglur sínar í bissness í upphafi frægðardaganna.

Svei mér þá ef þessi mynd súmmerar ekki upp stöðuna sem blasir við þeim feðgum. Hvar væru þeir staddir ef þessar fornu lífsreglur Bónus væru enn í heiðri hafðar hjá þeim persónulega?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já urðu þeir ekki græðginni að bráð ? Sú græðgi kristallast í eftirfarandi pistli mínum og Gylfa sem má lesa hér :

Sjá lokaorð tilvísaðrar fréttar á mbl.is :  "Heimildamaður Times úr hópi bankamanna sagði að smásöluverslanir Baugs á Íslandi séu mjólkurkýr fyrirtækisins (cash cow)."

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.10.2008 kl. 16:54

2 Smámynd: H G

Og sjá hvað þeir eru hraustlegir og bjartur svipur á syninum sem ekki hefur sést lengi!

H G, 20.10.2008 kl. 17:08

3 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Þeirra mottó var einmitt: ,,rekstur með gróða en ekki græðgi". Einhvers staðar á leiðinni hvarf þetta ,,ekki" úr þeirra orðabók. Kannski var það Jóhannes sem hafði það lífsviðhorf en mátti sín kannski lítils gegn syninum, veit ekki.

Gísli Sigurðsson, 20.10.2008 kl. 18:36

4 identicon

tja bola varð so sem ekkert mikið á held ég en kálfurinn tapaði sér alveg.

sandkassi (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 18:53

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Maður heldur uppi vörnum fyrir þessa feðga!!! þeir hafa gert margt gott/um það er ekki deilt/ein besta kjarabót allra tíma!!!Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 21.10.2008 kl. 14:46

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Halli gamli : Lestu pistilinn. Þeir gerðu margt gott í vöruverði þar til þeir fengu leyfi til að kaupa Hagkaup og síðan 10-11. Þá breyttist Bónus í gamla Hagkaupsverðið. Engin lágvöruverðsverslun verið til síðan. Ekki að furða að The Times hafi eftir þeim geislaBAUGSfeðgum að þessar verslanir þeirra hér á landi séu mjólkurkýr þeirra a fjármagni. Þeir eru að blóðmjólka okkur sauðsvartan almúgann sem komum ekki við neinum vörnum - nema þá þegar við bendum á þetta þá kemur Halli gamli og fleiri slíkir og bera blak af þeim. Gamla sagan um að þangað leitar klárinn þar sem hann er kvaldastur.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.10.2008 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband