Tjón Seðlabankans - fellur restin á morgun?

Mikilvægt er að liggi fyrir sem fyrst hversu mikið tjón Seðlabankans verði af falli bankastofnana landsins. Annars eru tölurnar í heildarmynd þessa falls íslenska fjármálakerfisins stjarnfræðilegar og alveg rosalegt að sjá hversu mikill sofandahátturinn var meðan útrásarvíkingarnir stýrðu okkur að feigðarósi. Óli Björn Kárason fer yfir þetta í fróðlegri umfjöllun á T24, sem er nb besti vefurinn um viðskiptamál hérlendis.

Skelfileg tilhugsun er ef að restin af kerfinu fellur á morgun, eins og Höskuldur Þórhallsson, framsóknarþingmaður, gefur í skyn í dag. Þetta er dökk spá en því miður raunhæf ef miðað er við helstu röksemdir hans, sem hljóma því miður ekki svo fjarri lagi. Hvernig gat farið svona fyrir þjóðinni? Þetta verður þjóðargjaldþrot sem enginn mun gleyma. Við þurfum að stokka okkur vel upp eftir þetta hrun.

Ef Seðlabankinn fer á fullt í veðköll er ljóst að restin er á fallanda fæti; Saga og Askar, VBS og Sparisjóðabankinn. Mér finnst eðlilegt að spyrja hver hafi brugðist mest. Sjónir manna hljóta fyrr en síðar að beinast að fjármálaeftirlitinu. Þvílíkur Þyrnirósarsvefn í eftirlitsferlinu.


mbl.is Seðlabanki fer ekki tjónlaus frá falli bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

 þetta er botnlaust.

Á morgun leggjumst við bara undir felld og þar erum viði góðum félagsskap eftirlitskerfið.

Heidi Strand, 21.10.2008 kl. 17:59

2 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Hverjir seldu bankana, lækkuðu síðan bindiskylduna, settu nánast engar reglur á útrásarvíkingana? Jú voru það ekki þínir menn með Framsókn sem hækju? Síðan á að nota FME sem blóraböggul. Brutu menn einhver lög eða reglur þegar þeir fóru í þessi gígantísku útrásarverkefni? Það á kannski eftir að koma í ljós. En allavega eru allir valdhafar þessa lands búnir að lofa þessa kappa í hástert undangengin misseri og þar á meða Davíð Oddsson sem núna segist hafa varað við þessu lengi og aldrei tekið þátt í lofsöngnum, en annað hefur nú verið dregið fram í dagsljósið.

Gísli Sigurðsson, 21.10.2008 kl. 18:38

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Svona fer þegar menn reyna að taka yfir hluti sem þeir hafa ekki bolmagn til að taka yfir.  Glitnir var einkafyrirtæki, ekki á abyrgð neinna annarra en eigendanna, svo ef það hefði verið látið í friði, þá hefði það bara komið niður á eigendunum.

Jú, það var hellingur af fólki, en nú er Ríkið, í óþökk minni, veit ekki með hinna landa minna, búið að taka þetta batterí að sér.  Nú, vegna þess að eigendurnir bera ábyrgðina á fyrirtækinu, og eigendurnir eru Ríkið, og Ríkið kúgar fé úr landsmönnum, þá þurfa landsmenn nú að borga.

Þessi frjálshyggja sem allir keppast við að bölva núna út í eitt hefði komið sér vel hér um daginn. 

Ásgrímur Hartmannsson, 21.10.2008 kl. 21:27

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já lengi getur vont vernsað/Maður hefur lifað tímana tvenna!!! og að maður lifði þetta eftur,var ekki i spilunum,að minu áliðti,en þetta mun taka mikið a´hjá öllum og ekki síst unga fólkinu!!!!,/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 21.10.2008 kl. 21:33

5 identicon

Tjónið verður aldrei undir 3. billjónum króna,, og það mun taka þjóðina 35. ár að vinna sig uppúr vandanum,, Við höfum verið sjálfstæð þjóð i 64 ár,, marga hildina háð og hörmungar sigrað,, Náttúruhamfarir,,styrjöld,, sem annað,, þetta sem er af manna völdum virðist nær óyfirstíganlegt,, Niðurifsöflin hafa tekið að sér að endurreisa þjóðina úr rústunum einum saman,,Er slíkum treystandi,, Hvort mun vega þyngra kreditkortið eða flokksskírteinið,,mun maccarty stefnan ná völdum,,? Þurfum við ekki bara að skifta um kennitölu og semja við prinsessuna af Íslandi að taka okkur í sátt , gerast Danir að nýju,, Við erum jú ekki að höndla sjálfstæði okkar sem skyldi með óbreittu stjórnunarliði,,Ég skal óðfús skipta á feitu keti og stolti brotnu,,

Bimbó (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 21:46

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin og góðar hugleiðingar. Afsaka hversu seint ég samþykkti þær. Hef verið upptekinn á fundum frá því síðdegis og nú fram undir miðnættið en þetta er allavega allt komið inn. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.10.2008 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband