Finnur stjórnar Kaupþingi - lengi ríkisbanki?

Valið á nýjum bankastjóra Kaupþings kemur svolítið að óvörum. Ég taldi að hlutverk skilanefndanna yrði algjörlega bundið við eitt verkefni en þeir sem skipuðu hana yrðu ekki valdir til forystustarfa í bönkunum umfram það. Verkefni Finns hjá Kaupþing verður mikið og erfitt, enda verður talsvert verkefni að koma bankanum af stað aftur eftir áföllin sem dunið hafa yfir. Reyna mun á hann í því hlutverki.

Stóra spurningin sem væri gott að fá svar við er hvort allir bankarnir þrír eigi að vera í ríkiseigu á næstunni. Vilji hefur verið til þess að Kaupþing yrði ekki ríkiseign að öllu leyti. Hinsvegar er ég ánægður með að komið var í veg fyrir að fyrri yfirmenn og stjórnendur tækju bankann aftur og kæmu inn bakdyramegin í skjóli lífeyrissjóðanna. Bankarnir þurfa nýtt upphaf, ekki afturhvarf til nýlegrar fortíðar.

mbl.is Nýr bankastjóri Nýja Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Apamaðurinn

"Finndu Finn" var einhverntíma sagt ...

Apamaðurinn, 21.10.2008 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband