Dramatísk starfslok - skýjaborgir og væntingar

Lýsingarnar á síðasta starfsdegi Hreiðars Más Sigurðarsonar í Kaupþingi eru dramatískar í meira lagi. Hverjum hefði órað fyrir því að svona myndi fara fyrir forstjóra stærsta banka landsins fyrir aðeins nokkrum vikum - þegar allir voru að tala um himinháar tekjur hans, kaupréttarsamningana og annað almennt bruðl. Þetta eru harkaleg endalok á skýjaborginni, svo ekki sé nú meira sagt. Vonandi koma menn niður á jörðina í þessum banka við þessi dramatísku þáttaskil.

Freistandi er að ætla að allir hafi misst yfirsýn í velgengninni. Upphæðir urðu stjarnfræðilegar og skýjaborgin reyndist of háleit er á hólminn kom. Fallið er líka rosalegt. Þeir sem voru á forsíðum allra blaðanna og dýrkaðir sem guðir, talað um þá sem riddara samfélagsins og allir litu upp til þeirra ótakmarkað, fá harkalegan skell. Eftirmælin eru ekki fögur. Hver einn og einasti landsmaður krefst þess nú að skipt verði um leiðsögn og við fáum raunhæfar væntingar um framtíðina.

Tími skýjaborganna er liðinn. Allir krefjast þess að ríkið haldi af ábyrgð utan um þessa banka þegar þeir rísa úr rústunum. Hvernig svo sem fer á næstunni í ríkisbönkunum er von allra að byggt verði traust undirstaða undir allt heila klabbið og við hverfum ekki aftur í þann absúrdisma sem einkenndi verk útrásarvíkinganna sem settu þjóðina á hausinn og gerðu, allavega tímabundið, út af við þjóðina. Nú þarf nýja leiðsögn.

mbl.is Hreiðar Már yfirgefur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

   Hreiðar Már hefur ætið haft báða fætur á jörðinni, er einn af alhæfustu bankamönnum þessa lands.  Hann verður fljótur að byggja upp sig og þá sem starfa munu með honum í framtíðinni.  Stefán þú hlítur að fara sjá hversu arfavitlaus þessi blogg þín eru er varða þá menn er hösluðu sér völl erlendis.  Farðu nú að fjalla um alvörumál hversu óhöndulega hefu tekist til með stjórn peningamála þjóðarinnar vanmátt og vanrækslu Seðlabankans, er brugðust á engan hátt við aðsteðjandi ógnum árásar á vanmáttuga krónu. Þú tryggir ekki eftirá.

haraldurhar, 22.10.2008 kl. 00:23

2 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Nú þarf nýja leiðsögn.  Viltu ekki útfæra þetta nánar?

Bjarni G. P. Hjarðar, 22.10.2008 kl. 09:55

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Svari hver fyrir sig, en einhvernveginn hef ég haft einkennilega tilfinningu gagnvart öllu þessu brölti undanfarin ár og ekki treyst þessu fullkomlega.

Þannig var ég með minn séreignarsparnaði hjá Allianz í Þýskalandi - þrátt fyrir lélegri ávöxtun - af því að ég treysti þessum mönnum ekki.

Sem ríkisstarfsmaður hef ég síður en svo notið ávaxta þessa "bankagóðæris". Mér finnst laun opinberra starfsmanna frekar hafa dregist aftur úr en að þau hafi hækkað á undanförnum árum. Sömu sögu segja öryrkjar og gamalt fólk.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.10.2008 kl. 11:28

4 Smámynd: Heidi Strand

Upphafið á endureisninna er ekki mjög treystvekjandi. Höfuðarkitektinn á bak við Icesavereikninganna er nýja bankastyra Nýja Landsbanka.

Heidi Strand, 22.10.2008 kl. 12:57

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Það féllu engin tár á mínu heimili!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.10.2008 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband