Munu Björgólfsfeðgar axla ábyrgð á stöðunni?

Ég hlakka til að sjá hvort að Björgólfsfeðgarnir muni mæta á fund með viðskiptaráðherra og í framhaldinu axla ábyrgð á því hvernig komið er, einkum varðandi IceSave-reikningana. Þeir munu verða fáir sem hugsa hlýlega til þessara manna ef þeir ætla að koma þjóðinni í áratuga skuldafjötra vegna ævintýramennsku sinnar og þeir munu fá þungan dóm frá þjóðinni sem persónur ef þeir ætla að stinga af.

Mér fannst svolítið kómískt að heyra vitnað í Ásgeir Friðgeirsson, talsmann Björgólfsfeðga, í kvöldfréttunum. Eitthvað segir mér að hann verði ekki fagurt andlit á maskínu feðganna og við að svara fyrir bissness þeirra á næstunni.


mbl.is Björgvin óskaði eftir fundi með Björgólfsfeðgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Karlana heim.!!!!!!

Heidi Strand, 23.10.2008 kl. 21:39

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tad verdur í tad minnsta fródlegt ad heyra rök og svör teirra fedga ef teir láta tá sjá sig...

Med kvedju.

Gudrún Hauksdótttir, 24.10.2008 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband