Hvor segir ósatt; Björgvin eða Darling?

Ég fæ ekki betur séð en öll spjót standi á Björgvin G. Sigurðssyni eftir að samtal Darling og Árna var opinberað. Ljóst er að annar flokksfélaganna í breska Verkamannaflokknum er að segja alvarlega ósatt um stöðuna, Darling eða Björgvin. Svo mikið ber á milli um fundinn að annað hvort eru Bretar að ljúga því sem gerðist á einkafundi þeirra í septemberbyrjun eða Björgvin hefur farið stórlega með fleipur og lofað upp í ermina á sér.

Þetta er auðvitað alvarlegt mál og eiginlega er æ ljósara eftir kvöldið að upphaf ólgunnar í samskiptum landanna átti sér stað í heimsókn Björgvins. Bretarnir nota greinilega loforð og heitstrengingar frá þeim fundi sem upphaf alls heila málsins. Nú skiptir máli að rekja málið á upphafsreit og vita hvor kratinn segir ósatt.

mbl.is Yfirlýsing viðskiptaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þér sjálfrátt maður!

Íslensk stjórnvöld höfðu átt í samskiptum vegna ICEsafe reikninganna frá því í mars. Bretar eru ótrúlega óbilgjarnir í allri nálgun sinni á málinu. Það er ekkert í samtalinu sem segir að Árni hafi sagt að Íslendingar muni ekki standa við skuldbindingar sínar. Ekkert. Samt segir Darling DAGINN EFTIR að Íslensk stjórnvöld hafi tjáð sér í gær (döh, vísar ekki til mánaðar gamals fundar við viðskiptaráðherra) að þau muni ekki standa við skuldbingar ("Belive it or not, yesterday, the icelandic authoroty ..."

Hvorki Árni né Björgvin eru upphafsmenn að óbilgirni Breta. Það eru þeir sjálfir og það er aumt að sjá þig reyna að pinna þessu á Björgvin.

Anna (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 00:31

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mér sýnist augljóst af samtali þeirra Árna og Darling, að ákvörðun hafði þegar verið tekin löngu áður, að koma Íslandi á kné. Allt samtalið snýst um tilraun Darlings til að koma Árna í bobba. Höfum í huga að Darling er að tala sitt móðurmál, en Árni ekki. Miðað við aðstæður stóð Árni sig feikilega vel.

Það vekur annars athygli mína, að Darling nefnir ekki Kastljós-viðtalið við Davíð einu orði. Allir sóða-kjaftar landsins hafa orðið að éta sinn eiginn úrgang.

Ég verð að benda á, að Darling vissi ekki fyrst við hvern hann var að tala. Átti bara að finna átillu til að setja í gang áætlun þeirra Brown ? Átti bara að tala við einhvern ráðherra, sem hægt væri að rugla í ríminu, svo að ljúga mætti upp á hann tvísögli ? Ég tel vafalaust að svo hafi verið.

Loftur Altice Þorsteinsson, 24.10.2008 kl. 00:55

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Það er ofar mínum skilningi hvernig orð bankamálaráðherra löngu fyrir hrunið (byrjun sept.?) mikla geta verið rót hryðjuverkalaganna. Hvernig í ósköpunum getur það passað? Hverju ætti sá ráðherra að hafa lofað, löngu fyrir hrunið - að standa við allar skuldbindingar? Þegar allt var óhrunið?

Útskýrðu þetta fyrir mig...

Friðrik Þór Guðmundsson, 24.10.2008 kl. 01:38

4 identicon

Það  á eftir að rannsaka þetta allt niðiur í kjölinn.  Það verður fjallað um þetta um ókomin, skrifaðar lærðar greinar og bækur. 

Stærstu mistökin voru sú að leyfa Landsbankanum að opna þessa Icesave innlánsreikninga í nafni útibús bankans þ.a. Ísland yrði ábyrgðaraðili fyrir innistæðum í Icesave upp að þessu lágmarki sem er u.þ.b. €20,000 per reikning/lögaðila.

Þarna var þjóðin látinn skrifa uppá óútfylltan víxil  og eftirlitsaðilar brugðust algjörlega.  

<>Það er ennþá óvíst hvað mikið lendir á Íslandi.  Eignir bankans að frátöldum þessum 750 milljörðum sem settir hafa verið í nýja Landsbankann, eru um 3000 milljarðar þ.a. að það er nú frekar lélegt ef selja þarf þessar eignir með það miklum afföllum að ekki nægi til þess að borga þessar 600-800 milljarða skuldbindingar sem eru tilkomnar vegna Icesave.

Þetta mál allt er náttúrluega alveg skelfilegt klúður frá upphafi til enda.  Það brugðust allir hrapalega, stjórnendur bankana, seðlabankinn, eftirlitsaðilar og ríkistjórnin. Þá er varið að tala um síðustu 2-5 ár, ekki bara vikur.   

<> 

Fannar (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 07:36

5 identicon

Hvor telur þú Stefán, segi satt? Breskur reiður ráðherra, eða pollrólegur Björgvin Guðni? Þarftu að efast? Undarleg stafhæfing að "annað hvort eru Bretar að ljúga því sem gerðist á einkafundi þeirra í septemberbyrjun eða Björgvin"-

Ertu að væna íslenskan ráðherra um lýgi? Orð sem afar sjaldan er notað í stjórnmálum.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 08:49

6 identicon

Aðeins til áréttingar: Breski fjármálaráðherrann hélt að hann hefði hitt ÁM í september, áreiðanlegt vitni það. Og úr samtali þeirra:

"AD: Ég veit það en ég verð að segja eins og er að þegar ég hitti kollega þína og hina, þá í raun kemur í ljós að það sem okkur var sagt var ekki rétt. Ég hafði miklar áhyggjur af stöðu bankans í London og þeir héldu áfram að segja að ekkert væri að óttast. Og þú veist, í þeirri stöðu sem við erum núna, að þá er hér í þessu landi fjöldi fólks sem lagði inn og það kemur til með að tapa ansi miklum peningum og eiga erfitt með að skilja hvernig það gerðist.

ÁM: Ég vona að það verði ekki raunin. Ég var ekki á fundinum svo ég get ekki sagt neitt..."

Mér sýnist þetta svara spurningunni sem yfir pistlinum stendur.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 09:06

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ætli Björvin hafi lofað Íslandsmiðum, Þingvöllum og Bessastöðum sem veð upp í skuldir?

Fannar frá Rifi, 24.10.2008 kl. 09:49

8 identicon

Eða vankunnátta og gáleysisleg orðanotkun á framandi tungu!

Róbert (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 10:51

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Í hvoru liðun ert þú góði... ég held að þú ættir að sjá sóma þinn í að skrifa ekki svona.

Jón Ingi Cæsarsson, 24.10.2008 kl. 12:03

10 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Já, það er nú spurningin. Ég hnaut um þessa setningu í yfirlýsingu Björgvins :

"Viðskiptaráðherra hélt engu fram um stöðu Landsbankans að öðru leyti í samtali sínu við Allistair Darling"

Er ekki líklegt að eftir að þeir félagar hafa spjallað daglangt um brýna nauðsyn þess að breska stjórnin taki á sig ábyrð á innistæðum Landsbankans í Bretlandi að þá hafi Darling spurt sem svo hvort það væri sennilegt að þessi banki færi í þrot ???

Hólmgeir Guðmundsson, 24.10.2008 kl. 12:17

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Einfalt svar: Báðir. Björgvin hefur nú orðið vís að því að segja ekki alveg satt, t.d. þegar hann lofaði bankastarfsmönnum vinnu. Og elsku kallinn í Englandi lýgur eins og hann er langur til, eins og sést á yfirlýsingunum eftir samtalið við Árna.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.10.2008 kl. 12:23

12 identicon

Bíddu bíddu. Það hljóta að vera til upptaka af fundinum eða afrit af samtalinu sem fór þeirra á milli Björgvins og Darlings, er það ekki? Ég hélt að flestir fundir væru skjalfestir eða hvað fólk vill kalla það.

Ég trúi öllu upp á Breta eins og staðan er í dag, en hvort þeirra hafi rétt fyrir sér veit ég ekki. En kemst ekki upp um allar lygar þótt síðar verði? Þetta verður spennandi, verður fréttamatur næstu daga.

MBK

Ólöf Kristín (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 13:55

13 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég hef talað mjög afgerandi um Breta. Þeir sem efast um það hafa greinilega ekki lesið vefinn áður. En það er ljóst að annar hvor kratinn segir alvarlega ósatt, kannski báðir má vera. Vitnað er í septemberfundinn svo oft að hann er mjög mikilvæg tímasetning málsins. Eitthvað var sagt þar sem gefur Darling tilefni til að tala mjög ákveðið og leiða samtalið. Kannski gerðist ekkert á þeim fundi og þá er sök Darlings enn meiri. En auðvitað gengu Bretar alltof langt og ég hef margoft skrifað um það.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.10.2008 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband