Sjálfsögð krafa að birta samtal Árna og Darling

Mér finnst það eðlilegt að landsmenn hafi viljað lesa útskrift af samtali Árna Matt og Darling. Held að það sé öllum til góða að það liggi fyrir svart á hvítu hvað var talað um þar og hvernig orðaskipti urðu. Held að ráðherrar þurfi ekki að vera hissa á því að fjölmiðlar hafi reynt allt til að afhjúpa samtalið og gera það opinbert.

Umræðan eftir að samtalið var opinberað hefur enda að mestu verið í þá átt að styrkja málstað Íslendinga. Bretar gengu fram mjög óeðlilega. Einu alvöru spurningarnar eftir samtalið snúast þó að því hvað viðskiptaráðherra sagði við flokksbróður sinn Darling í London fyrir tæpum tveim mánuðum.

Björgvin svaraði fyrir það áðan, en mér fannst mörgum spurningum satt best að segja enn ósvarað þar. Annar hvor þeirra er að ljúga um hvernig fundurinn var.

mbl.is Furðulegt að samtalið skyldi leka í fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Þetta samtal er komið fyrir okkar augu.

Hvað fór milli viðskiptaráðherra okkar og Darling?

Það er spurning sem er enn ósvarað.

Sigurður Ingi Jónsson, 24.10.2008 kl. 22:45

2 identicon

Þú ert brattur að saka ráðherrann enn og aftur um lygar. "Mörgum spurningum ósvarað"? Hvaða helst?

Hættu þessum dylgjum og komdu hreint fram.

Anna (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband