Útrásarvíkingarnir verða að axla ábyrgð

Nú þegar landsmenn verða að axla ábyrgð á hundruð milljarða skuldafeni sem útrásarvíkingarnir komu þjóðinni í er krafan sú að þeir axli ábyrgð. Bæði Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún sögðu þetta afdráttarlaust í spjallþáttum kvöldsins og sú krafa ómar um samfélagið. Enda er eðlilegt að þessir menn taki þátt í endurreisn landsins vilji þeir halda mannorði sínu í samfélaginu eða njóta einhverrar virðingar í lok þessa ferlis.

Ég fagna því að forystumenn stjórnmálanna tala afdráttarlaust og krefjast þess að auðmennirnir taki þátt í þessu verkefni.

mbl.is Geir skorar á íslenska auðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Eru "útrásarvíkingarnir" ekki búnir að láta nóg fé af hendi nú þegar?  Hvað heldur þú að þjóðnýting sé? 

Ef eitthvað er skuldum þeim gríðarlegar upphæðir, Þorsteinn Már kallaði þetta stærsta bankarán sögunnar.  Er hann kannski grinisti eða blaðurmaður?

Bjarni G. P. Hjarðar, 24.10.2008 kl. 22:14

2 Smámynd: Hommalega Kvennagullið

Er ekki sömuleiðis krafa að stjórnmálamenn axli sína ábyrgð?? Til dæmis með því að gera stjórnarskipti í Seðlabankanum að forgangsatriði?  Er ekki málið að skipta um peningamálastefnu, nú þegar á að fara að bjarga því sem bjargað verður?

Ég hef skilning á því að lýðræðiskjörnir einstaklingar hlaupist ekki nú undan bagga og segi af sér mitt í ástandinu, en það sama þarf ekki að gilda um skipaða embættismenn, sem án nokkurs efa, bera sýna ábyrgð á ástandinu.

Held að menn ættu að byrja á því að taka til í eigin herbúðum, sbr. Geir H. Haarde Seðlabankaráðherra, áður en skorað er á menn úr hinar og þessar áttir.  Eða er Davíð Oddson Seðlabankastjóri of tengdur Geir H. Haarde til að Geir sé hæfur til að taka ákvarðannir um framtíð Seðlabankans?

Hommalega Kvennagullið, 24.10.2008 kl. 22:15

3 identicon

Hvernig væri að Davíð , sjálfstæðisflokkur og framsóknarflokkur byrjuðu á að axla sína ábyrgð. Stjórnartíð þeirra undanfarin ár er árangurin af því sem við uppskerum nú.

Þeir eiga að viðurkenna mistök sín, biðja þjóðina afsökunar og bjóðast til að segja af sér.

Kanski koma þá hinir á eftir

hilmar (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 22:25

4 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Erum við að fara fram á valfrjáls framlög þeirra sem eitthvað höfðu upp úr bankaútrásinni?

Hvað með framlög úr eftirlaunasjóði þeirra sem einkavæddu bankana og greiddu götu útrásarvíkinganna?

Sigurður Ingi Jónsson, 24.10.2008 kl. 22:48

5 Smámynd: Dunni

Hvernig gerðist það að útrásarvíkingarnir gátu komið þjóðinni í þetta skuldafen. Brutu þeir eihver lög?  Voru bankarnir með öfuga eiginfjárstöðu? Voru fyrirtæki þeirra í vanskilum?

Allir vita að engin verðmæti voru á bak við "eignirnar".  En þessi fyrirtæki störfuðu í skjóli nýfrjálshyggjunnar sem Sjálfsstæðisflokkurinn, með Davíð og Hannes Hólmstein sem hugmyndafræðinga, plægðu akurinn fyrir.  Þessi fyrirtæki gerðu ekkert rangt, samkvæmt lögunum. En framferði þeirra var siðlaust.  Í samræmi við hugsjónir Hannesar Hólmsteins og lögin sem Davíð kom í gegnum þingið.  

Dunni, 24.10.2008 kl. 23:13

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Mjög margt hefur farið úrskeiðis. Fleiri atriði en bara eitt og vonlaust að nefna einhvern einn aðila sem hefur brugðist. Þetta þarf allt að rannsaka. Hvað varðar útrásarvíkingana verður hávær krafa um að þeir taki þátt í dæminu en skilji þjóðina ekki eftir á köldum klaka.

Stefán Friðrik Stefánsson, 25.10.2008 kl. 00:52

7 identicon

Verum raunsæir.  Vitaskuld munu þeir ekki koma hingað til lands með Flugleiðum (á almennu farrými) með töskur fullar af peningum og segi við Geir, "gjörðu svo vel."  Ekkert frekar en ráðherrar, seðlabankastjórar, starfsmenn Fjármálaeftirlitsins og þingmenn.  Það mun engin sæta ábyrgð í þessu máli.  Nema við fólkið í landinu sem þurfa að horfa upp á versnandi lífskjör næstu árin vegna mistaka annarra.  Hvers vegna þarf ég (sem einstaklingur) að búa við skert lífskjör vegna fólks sem snerta mig ekki vitund?  Ég hef enn ekki fundið neina siðferðilegu réttlætingu á því.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband