Morð á Dagvaktinni - grín eða alvara?

Dagvaktin hefur farið ágætlega af stað og verið fín í marga staði. Fleirum en mér hefur þó örugglega þótt kárna gamanið í gær þegar ljóst var að morð hafði verið framið í þættinum og meginhluti gamanþáttarins snerist um að koma líki fyrir svo það liti út eins og slys hefði átt sér stað en ekki morð. Ég veit ekki með ykkur en mér fannst frekar fátt fyndið við síðasta þáttinn. En kannski hefur ekkert morð verið framið og allt lauflétt, en frekar efast ég um það.

Greinilega er verið að undirbúa okkur fyrir dramatísk sögulok hjá þeim félögum Georg, Ólafi Ragnari og Daníel. Margt við þáttaröðina hefur samt verið allt annað en grín. Mér fannst frekar fátt fyndið við það þegar persónan Gugga nauðgaði Ólafi Ragnari. Samt var lítið talað um það. Ég er viss um að þetta hefði verið umtalaðra hefði kynjahlutverkum verið snúið við og farið svona með konu á kjörtíma í sjónvarpi og það í gamanþætti.

En fróðlegt verður að sjá hver sögulokin eru og hvort morðið og það sem það leiðir af sér verður sá örlagapunktur sem við erum búin undir, en fullyrt hefur verið að þetta sé síðasta serían og við fáum algjör sögulok hjá þeim félögum eftir fimm þætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo það sé á hreinu: Gugga vaknar, hefur misst minnið og kemur síðan fram með dramatískum hætti þegar hún fær minnið. Heimildir: áreiðanlegar,,,

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 13:40

2 identicon

Já sammála með nauðgunina.Var frekar hissa á hvað heyrðist lítið í körlum varðandi sýnt ofbeldi á meðbróður.Hvar eru karlarnir nú.

Margrét (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 13:46

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég bloggaði um þessa kynferðislegu áreitni kvenna í garð karla hérna, og ég veit að Jenný Anna tók það einnig upp. Þetta efni er engan veginn við hæfi barna að mínu mati, og finnst mér í raun þættirnir Klovn, þar sem fólk er varað við viðkvæmu efni, sýnt kl. 9:30, þegar flest yngri börn eru komin í bólið, ekki verri að þessu leyti en Dagvaktin.

Þetta vekur okkur vissulega til umhugsunar.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.10.2008 kl. 13:52

4 Smámynd: Katrín

Hvar er húmorinn hjá ykkur? Í kreppu??

Það má sjá allt með augum hneykslunar ef menn eru þannig innréttaðir...það gerðu Svíarnir þegar þeir bönnuð Andrés og önd og frændur.

Katrín, 27.10.2008 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband