Sameiginleg ábyrgð margra á þjóðarvanda

Ég er alveg sammála norska hagfræðingnum Andreassen um ábyrgð á vanda íslensku þjóðarinnar. Hún er margra aðila, enginn einn maður hefur stýrt þessari för. Eigi að kenna einum embættismanni eða þrem í besta falli um vanda þjóðarinnar hlýtur að vera spurt um þá sem voru yfirmenn þeirra og horfðu á allt gerast. Þetta er stærra mál en svo að einn maður hafi verið meinsemd alls. Fjöldi manns, pólitískt kjörnir fulltrúar og embættismenn, gerðu ekkert þó öll aðvörunarljós ættu að hafa kviknað.

Mér finnst fáir eins billegir þessa dagana og forystumenn Samfylkingarinnar. Þeir eru á kafi í að spinna atburðarás til að kusk falli ekki á þá. Samt var þetta lið með viðskiptaráðherrann og formanninn í stjórn Fjármálaeftirlitsins, stofnunar sem steinsvaf svefninum langa þegar hún átti að vaka. Samfylkingin getur ekki kastað ábyrgðinni frá sér. Með ríkisstjórnarþátttöku síðustu sautján mánuði hefur hún haft öll tækifæri til að snúa af leið og gera hlutina öðruvísi en aðrir.

Hún gerði það ekki og bendir því ekki trúverðugt í aðrar áttir. Þrátt fyrir lekann í ríkisstjórnarherberginu og tilraunir til að spinna atburðarásina frá Björgvin og Jóni Sigurðssyni er það ekki ábyrgt. Samfylkingin ætti að líta í eigin barm og tala við þá menn sem hún valdi til að vera á vakt, en brugðust algjörlega. Þangað ættu þau að beina reiði sinni, eigi að taka mark á tali þeirra.

mbl.is „Hefði átt að vera búið að stoppa ykkur fyrir löngu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Stefán, þetta er hárrétt hjá þér, en líkt og þú ýjar að gerir það ábyrgð okkar sjálfstæðismanna ekki minni. Verði farið í heiðarlegt uppgjör á málinu kemur þetta nefnilega í ljós að mikið fleiri bera ábyrgð en þrír menn í Seðlabankanum. Af þessum sökum skil ég ekki tregðu okkar manna við að fara ofan í saumana á þessu máli.

Þetta breytir hins vegar ekki skoðun minni, að þeir þrír félagar í Seðlabankanum eigi að víkja og sömuleiðis auðvitað stjórn Fjármálaeftirlitsins.

Síðan taka kjörnir fulltrúar dómi kjósenda í næstu kosningum, sem ekki er ólíklegt að verði næsta vor.

Fyrir þann tíma verður Sjálfstæðisflokkurinn að hafa boðað til Landsfundar og skorið úr ágreiningnum um aðild að ESB.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.11.2008 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband