Rauðsól Jóns Ásgeirs rís upp í fjölmiðlabransanum

raudsol
Ég trúði nú mátulega þeim fréttaskrifum í Mogganum (með undirtitlinum Rauðsól) að sameining Árvakurs og 365 væri úr sögunni. Veit ekki hvort þetta átti að vera spuni eða tilraun til að afsaka að einn maður er orðinn drottinn allsherjar á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Rauðsól Jóns Ásgeirs verður svo sterkt dómínerandi afl í samfélaginu með fjölmiðlavaldi sínu að ekkert annað hefur sést áratugum saman. Nema þá að við viljum fara að hugsa til Murdochs, Berlusconi og annarra slíkra risa sem hafa notað vald sitt mjög einbeitt til að búa í haginn fyrir sjálfan sig.

Ég verð að viðurkenna að mér finnst Rauðsól svolítið kómískt nafn. Kannski hefði Maístjarnan eða Dagsbrún (æ ég gleymdi því að þessir menn eru búnir að nauðga því fræga verkalýðsnafni) verið betra. Er þetta Rauðsól Baugs eða Samfylkingarinnar? Kannski verður lógó Rauðsólar sama rauðsólin og Samfylkingin notar?

mbl.is Árvakur verði almenningshlutafélag á næstu árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það kaupir engin hlutabréf þar sem Jón Ásgeir er innanbúðar nema þá einhverjir sem hafa þá afsökun að vera ekki með fullt vit

Guðrún (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 15:53

2 identicon

Ánægjulegt að heimasíðan þín er aðeins að roðna og fríkkar...gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 16:05

3 identicon

Ég skil ekki hvernig þú getur tengt fjölmiðla Jóns Ásgeirs við Samfylkinguna. Jón og faðir hans eru bláir í gegn og kom það berlega í ljós í viðtali við Jóhannes í Bónus hvar hjarta hans liggur í pólitíkinni. Fyrir utan það að ritstjórar þessara fjölmiðla eru innmúraðir Sjálfstæðismenn frá blautu barnsbeini, Þorsteinn Pálsson á Fréttablaðinu, Ólafur Sthefensen á Mogganum og Atli Edvard á Stöð2. Þess vegna er fáránlegt að vera klína þessu á Samfylkinguna.

Valsól (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 10:08

4 identicon

Ari Edwald átti þetta að vera en ekki Atli Edvald í fyrri athugasemd frá mér

Valsól (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband