Obama styður Ísrael af krafti í baráttu gegn Íran

Barack Obama og Rahm Emanuel
Vel hefur komið í ljós á síðustu dögum að Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, verður ötull málsvari Ísraels á forsetastóli. Þetta kemur fram í vali hans á Rahm Emanuel (sem gárungarnir nefna Rahm-bo) sem starfsmannastjóra Hvíta hússins og ennfremur af orðum Obama á fyrsta blaðamannafundi hans sem viðtakandi forseti um Íran. Ég get ekki heyrt mikinn mun á orðavali Obama og George W. Bush um Íran. Ríkisstjórn Obama verður á vaktinni vegna Írans og mun ekki hika við að beita valdi muni Íransstjórn halda áfram kjarnorkuframleiðslu sinni.

Í kosningabaráttunni varð vart við þann mikla misskilning að Obama myndi ekki taka upp sömu stefnu og Bush forseti í málefnum Írans og Ísraels. Það reynist markleysa, bæði þarf hann að tala eins og Bush forseti í þessum þýðingarmiklu málum til að ná til lykilhópa sem komu honum í forsetaembættið og auk þess vill hann ekki marka sig sem forseta sem veitir afslátt í utanríkis- og varnarmálum. Með þessu sýnir Obama að hann hefur í raun sömu stefnu í málefnum Ísraels og Írans og þeir sem hann barðist gegn í kosningabaráttunni innan flokks og utan.

Mér finnst samt valið á Emanuel ramma inn tryggð og stuðning Obama við Ísrael. Enginn einn maður gæti orðið meira andlit Ísraels og örlagavaldur í stjórnkerfinu en Rahm Emanuel. Með því að fela honum algjör völd í innra kerfi Hvíta hússins felast sterk skilaboð um utanríkisstefnu Obama-stjórnarinnar þó enn sé ekki vitað hver utanríkisráðherrann verður.

Reyndar er ég nokkuð handviss um að John Kerry verður utanríkisráðherra, enda sögusagnir um að hann sé að væla í Obama um að fá embættið, en hann hefur veikst mjög í sessi pólitískt eftir tapið í forsetakosningunum 2004. Svo er greinilega öruggt að Bob Gates, varnarmálaráðherra Bush-stjórnarinnar, mun halda áfram.


mbl.is Forystuhæfileikar Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband