Er eggjakastið og grimmdin rétt mótmælaaðferð?

Ég finn mikla reiði í samfélaginu, þó ég telji að margir séu enn í afneitun yfir því hvernig sé komið fyrir þjóðinni. Óvissan er mikil. Ég efast hinsvegar mjög um að það sé rétt aðferð að henda eggjum í Alþingishúsið og ráðast að lögreglunni. Kannski fer það svo að stjórnleysið verður algjört og mótmælin enda á næstunni í hreinu ofbeldi gegn stjórnvöldum og öllum þeim sem við teljum að hafi sett þjóðina á hausinn eða sofið meðan það gerðist. En við getum um leið velt því fyrir okkur hvort þjóðin hafi öll sofið meðan við flutum að feigðarósi.

Kannski er þetta ofbeldi, grimmdin, hluti af því að mótmæla. En ég held að friðsamleg mótmæli þar sem skoðanir koma fram óhikað og einbeittur baráttuvilji sé besta leiðin til að vekja athygli á málstaðnum. Á þeim boðskap er hægt að komast mjög langt og stundum þarf ekki að grípa til hreins ofbeldis til að málstaðurinn hafi sigur. En það er erfitt fyrir suma að beina baráttueldinum að þeim sem barist er gegn nema ofbeldi eða skemmdarfýsn komi þar við sögu. En það er ekki góð aðferð og stundum getur hún snúist upp í andstæðu sína.

mbl.is Eggjum kastað í Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Hæ Stefán

Ég lít svo á að nú sé borgarleg skylda allra að mótmæla og hver á að gera það á þann hátt sem honum finnst vera við hæfi, án þess að valda skemmdum.

Eggja, tómata og skyrslettur skemmir ekkert.

Uppfylltir Akureyringar borgarlega skyldu og mótmæltu í dag ?

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 8.11.2008 kl. 17:57

2 identicon

Var ekki verið að beita unga fólkinu og hver stendur fyrir þessu. Er það ekki Kolfinna og Hörður Torfa

Guðrún (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 18:00

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hvaða grimmd?  Hver beitir hverja ofbeldi?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.11.2008 kl. 18:08

4 identicon

Hmm....
Þú semsagt varst ekki á staðnum eða hvað? 4950 manns sem að þarna voru stödd voru í "friðsömum mótmælum". Afgangurinn (50 manns) er það sem þú færð fréttir af. Komdu bara næsta laugardag og sjáðu þetta með eigin augum, þá sérðu vonandi bara 9900 ömmur, afa, pabba, mömmur og börn í friðsömum mótmælum - og svo 100 manns í einu horni. Og þá í því horni sem að sjónvarpsvélar næstu viku beinast að. Komdu.

Einar (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 18:37

5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það er ekki hægt að sortera sundur hverjir koma á mótmæli og sumir eru hvatvísari en aðrir. Þessi mótmæli voru í hæsta máta friðsamleg og fóru vel fram. Eggjakast 1-2% viðstaddra er ómerkilegt hálmstrá fyrir íhaldið til að úthrópa friðsaman almenning á Austurvelli.

Vésteinn Valgarðsson, 9.11.2008 kl. 02:29

6 identicon

Tek undir með Einari hér að ofan. Hef lesið það annars staðar hversu þröngsýnir fjölmiðlar eru í fréttum af þessum mótmælum. Auðvitað flytja fjölmiðlar ekki fréttir af því. Og einn bloggari birti meira að segja myndir af því á sinni síðu ... það er náttúrlega ekkert sagt frá nema þeim fáu skemmdu eplum.

Og þessi friðsamlegu mótmæli koma út af óróleika í samfélaginu ... þjóðfélaginu ... og mótmælendum fjölgar stöðugt. stjórnvöld sýna enga ábyrgð í öllu þessu og blind samstaða vegna flokkastöðu verður til þess að fólk verður ennþá meira reitt. En ekki láta skemmdu eplin eyðileggja fyrir öllum hinum.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 10:04

7 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Vernda þarf lýðræðið.

Vernda þarf málfrelsið eins og það er þó rammað inn í íslenska stjórnarskrá, þar sem minnt er viturlega á ábyrgð gagnvart náunganum.

Og fólk verður að hafa frelsi til að koma óánægju sinni á framfæri án afskipta lögreglu.

Ofbeldi og lögbrot eiga þó ekki að lýðast!

Að leysa deilur með ofbeldi er jafn heimskulegt og merkingarlaust og að leysa deilur með keppni í sjómann!

Eggjakast á veggi Alþingishússins eða vanvirðing í formi bónuspoka að húni fánastangar þess - hvaða skilaboðum er nákvæmlega verið að koma á framfæri? Hver eru hin málefnalegu skilaboð?

Nú er ég jafn ósáttur við stöðu mála á Íslandi og í heiminum og aðrir. En ég get ekki tekið undir með þeim sem fara fram með offorsi, gegn lögum og reglu, með merkingarlausum hætti.

Auðvitað er fólk reitt. En fólk verður að gæta sín á reiðinni. Hún er hættuleg.

Að safnast saman, jafnvel ítrekað, og minna á málefni sín er eina jákvæða leiðin til að koma sínu á framfæri. Verðum að gera kröfu til sjálfs okkar og annarra að málefnaleg umræða eigi sér stað. Annað eru merkingarlítil skrílslæti.

Og jafnvel þótt núverandi stjórnvöld beri mestu ábyrgðina á því hvernig komið er vegna eftirlitslausrar skuldsetningar íslensku bankanna, er ekki víst að kosningar séu tímabærar. Mikil gerjun er í gangi. Hugsanlega koma fram nýir stjórnmálaflokkar, hugsanlega klofningsframboð frá núverandi flokkum. Tek þannig undir með stjórnarandstæðuþingmanninum Steingrími J. Sigfússyni að bíða skuli eitthvað með að krefjast kosninga.

Múgæsing er vel möguleg en leiðir ekki til skynsamlegra lykta.

Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér!

Og, með lögum skal land byggja!

 

Eiríkur Sjóberg, 9.11.2008 kl. 11:46

8 identicon

1-2% hafa verið í eggjakastinu já en nú voru mótmælin sérstaklega auglýst sem "hörð mótmæli" og ég vissi af þessu 24 tímum áður en þau áttu sér stað. Þetta er mjög vandmeðfarið. Auðvitað getur þjóðin ekki sitið á rassinum heima hjá sér og það þarf klárlega að mótmæla. En að kasta eggjum og skyri. Ég er ansi hræddur um að með slíkum látum séu margir fældir í burtu frá þessum mótmælum. Ég er á því að menn eigi frekar að nota hausinn og gera eitthvað eftirtektarvert. Það að reisa bónusfánann fannst mér t.d. eftirtektarvert og það er mun sterkara og táknrænna heldur en einhver matarslagur sem bitnar á greyið byggingunni.

Ég geri mér vel grein fyrir því að flestir þarna eru komnir til þess að láta heyra í sér og eru ekki að eyða peningunum sínum í egg en það mætti nú sleppa því að auglýsa þetta á þennan hátt og sleppa því að hvetja fólk til þess að mæta með egg. Það höfðar líka bara til lítilla unglingagelgna sem ekki vita hverju þær eru að raunverulega að mótmæla. 

Ég ætla að leggja höfuðið í bleyti. Við sjáumst svo um helgina. 

Óskar Örn Arnarson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 16:20

9 identicon

Haukur ... þetta fólk eins og þú kallar það hefur yfir að ráða tungumál.  Það getur væntanlega tjáð sig með orðum.  Það er engin nauðsyn að henda matvæli í þinghúsið.  Ég held að það finnist engin dæmi í mannkynssögunni að einhverju hafi verið breytt til hins betra með því að kasta matvæli í hús.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 17:14

10 identicon

Það er nánast hægt að kalla þetta Stokholmsheileinkenni gagnvart valdníðslu- og fjárglæpalýð og því kannski ekki að undra að sumir rjúki upp til handa og fóta verjandi eigin böðla.

Hvað þarf eiginlega að ganga hart að þessari þjóð áður en hún vaknar upp við að hún er höfð að fífli, féþúfu og farið með hana eins og skítuga gólftusku aftur og aftur og aftur. Ætla menn að standa líkt og hljómsveitin á Títanic, spilandi þar til þeir sukku í hafið eða eins og nú væri best að segja, sukku með Icetanic? Er það boðskapur þeirra sem ætla að vera intelligent og ræða málin þar til þeir verða bláir í framan? Haldiði virkilega að pólitíkusunum sé ekki nákvæmlega sama um orðin ein?

Hér er talað um að sameinað standi fólk en sundrað falli það, er það einmitt ekki málið núna, intelligensíusauðirnir tala hver í sínu horni eins og sundruð hjörð. Hvað þurfa vandarhöggin að vera mörg þar til þið hættið að bíta á jaxlinn og reynið að brjóta ykkur undan vendinum eins og sameinaða reiða fólkið gerir núna?

Hér er farið stórum orðum um virðingu fyrir stjórnvöldum og Alþingi. Mér finnst það satt að segja bara nokkuð gott að eggjum sé kastað í  barnaheimilið á Austurvelli og Bónusfáni dreginn að húni. Þeir gjörningar endurspegla í mínum huga virðinguna sem kemur úr leikherberginu þar og er ætluð þjóðinni sem þó hafði það hugrekki að ráða gemlingana í vinnu fyrir sig. Virðingar er vart hægt að krefjast heldur verður að ávinna sér hana og litla fólkið innan veggja Alþingis hefur í mínum huga ekki stundað þá vinnu af krafti.

Lög eru vissulega til að fara eftir en þegar þau skera þvert á garma og garnir kalla ég þau ólög og set spurningamerki við tilverurétt þeirra.

Magnús (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 21:39

11 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mátækið segir,"það þarf ekki nem einn gikk í hverja veiðistöð" Þetta voru að flestu leyti bara flott að lát i sé heira/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 10.11.2008 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband