Orðspor Íslands stórlega skaddað á alþjóðavísu

Auðvitað er orðspor Íslands stórlega skaddað eftir bankahrunið og það mun taka langan tíma að koma því í samt lag og áður. Kannski verður það ferli sársaukafullt og erfitt ekki síður en upplifun okkar allra var af hruninu mikla. Mjög dapurlegt er að finna að Ísland nýtur ekki lengur lánstrausts og hefur ekki burði til að vera í forystusveit á alþjóðavettvangi vegna þess hvernig hefur farið fyrir þjóði með hruni útrásarstefnunnar. Sumt sem tekur hefur langan tíma að byggja upp verður erfitt að endurreisa.

Súrrealískt er að hlusta á fjölmiðlaumfjöllun um bankahrunið á Íslandi og niðursveifluna, sem enn er ekki orðin alvöru, enda botninn ekki orðinn algjör. Við eigum eftir að taka mikinn skell á öllum sviðum og færast mjög langt aftur í tímann í lífsgæðum. Lífsstandardinn á eftir að taka mikinn kipp þegar sverfur virkilega að. Ég óttast að við eigum enn eftir að taka þungan skell áður en alvöru botni verður náð.

Verst af öllu er að Ísland er orðið að skólabókardæmi á alþjóðavísu um þjóð sem fór fram úr sjálfri sér, týndi grunnlífsgildum sínum og gleymdi verðmætamatinu. Ég held að það verði sársaukafullt að upplifa það fall en kannski verður það einhver lexía.

mbl.is Ekkert land hrunið hraðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verst held ég að verði atgervisflóttinn.  Ungt fólk sem hefur þekkingu og hæfni mun ekki láta bjóða sér þau lífskjör sem eru framundan.  Þetta fólk fer burt héðan.  Sá skaði verður seint bættur.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 09:01

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Er nokkuð annað en að verða skólabókardæmi um endurreisn. H.T hvert á að fara ég á kunningja í Danmörku þeir standa frammi fyrir því að húsnæðislán þeirra eru orðin hærri en húsið ég á kunningja hér frá Portugal sem ætla ekki heim vegna þess að þó vont sé hér er verra þar. Við erum svolítið upptekin af sjálfum okkur i augnablikinu og held að við mærum of mikið ástand i öðrum löndum sem að mínu mati á eftir að versna

Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.11.2008 kl. 14:19

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

ástandið á Írlandi er víst mun verra. 25% af þjóðarframleiðslu landsins er eða réttarasagt var, byggingariðnaðurinn. hann er allur farinn.

eina sem heldur landinu uppi í dag er peningaprentun. 

Fannar frá Rifi, 9.11.2008 kl. 15:28

4 identicon

Ég veit reyndar vel hvernig er hægt að laga þetta á no time.

Óskar Örn Arnarson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband