Seinheppni Bjarna - vandræðalegt sjálfsmark

Ég held að Bjarni Harðarson sé seinheppnasti þingmaðurinn á Íslandi í dag. Ég hef sjaldan hlegið eins mikið og þegar ég las um misheppnaða en frekar vandræðalega bréfasendingu Bjarna til fjölmiðla þar sem hann ætlaði að fá aðstoðarmann sinn til að senda bréf tveggja framsóknarmanna gegn Valgerði Sverrisdóttur á fjölmiðla en stóð ekki betur að verki en hann sendi allt heila dæmið undir eigin nafni út.

Er þetta ekki eitt traustasta en vandræðalegasta pólitíska sjálfsmark seinni tíma? Ég held að Bjarna verði lengi minnst fyrir þennan fjöldapóst sinn. Það er einfaldlega ekki hægt að sökkva neðar en í þetta fen sem Bjarni kom sér í.

Hvað er eiginlega að verða um Framsóknarflokkinn? Tekst þeim virkilega að drepa flokkinn fyrir aldarafmælið 2016? Afrek það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þetta var óneitanlega með því fyndnara sem maður sér í dag. Ég skellihló að þessu og telst ég seint afar illgjörn persóna. Hvílík mistök

Ragnheiður , 10.11.2008 kl. 22:40

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sá hlær best sem síðast hlær" segir máltækið,maður er ekki viss um að þetta sé óviljaverk???/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 10.11.2008 kl. 23:43

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þetta var klaufalegt, satt er það.

Bréfið hins vegar er réttmæt ádeila á grýluna hana Valgerði.

Verð að segja að ég hef ekki stutt framsóknarflokkin en Bjarna gæti ég kanski stutt, tek fram kanski...

MBK

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 11.11.2008 kl. 00:00

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Mér fannst þetta sorglegt. Sorglegt fyrir Bjarna og sorglegt fyrir Framskóknarflokkinn

Friðrik Hansen Guðmundsson, 11.11.2008 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband