Mun nýtt eftirlaunafrumvarp róa almenning?

isg geir
Augljóst er að stjórnarflokkarnir munu kynna nýtt eftirlaunafrumvarp í Þjóðmenningarhúsinu klukkan fimm. Þetta er samt mjög merkileg tímasetning. Flokksráðsfundur Samfylkingarinnar er á morgun og mótmælafundir síðar um daginn. Augljóst er að nýja frumvarpið er sett fram til að róa almenning og tryggja vinnufrið fyrir stjórnarflokkana. Ekki flókið að lesa þannig í stöðuna. Ég tel að innihald frumvarpsins muni ráða úrslitum um hversu ánægður almenningur í landinu verði með það. Verði gerðar alvöru breytingar og lagaðir helstu gallarnir við hin frægu eftirlaunalög gæti það róað fólk.

Ég hef misst tölu á öllum blaðamannafundunum sem ráðherrarnir hafa haldið, annaðhvort tveir eða Geir einn síðan að bankarnir hrundu. Mér finnst samt tímasetning síðustu tveggja föstudagsfunda verið táknræn og mjög áberandi í samhengi hlutanna. Þarna er verið að reyna að tala við fólk og róa það í mjög erfiðri stöðu. Ef marka má síðustu laugardagsfundi í Reykjavík og Akureyri höfðu þeir lítil áhrif á fólk. Kallað er eftir afsögnum og pólitískri ábyrgð umfram allt.

Nýtt eftirlaunafrumvarp hefur verið baráttumál sumra þingmanna og varaþingmanna Samfylkingarinnar. Forysta flokksins tók það upp fyrir síðustu kosningar og er fyrst núna eftir tæplega sautján mánuði í ríkisstjórn að koma því í framkvæmd með einum eða öðrum hætti. Í vor minnti fréttastofa Stöðvar 2 nær daglega á kosningaloforð Ingibjargar Sólrúnar um eftirlaunamálið, henni til mikillar skapraunar. En nú virðist komið að efndunum.

Eða verður þetta kannski útvatnað frumvarp sem leysir aðeins helstu gallana. Mun þetta frumvarp róa almenning og þá Samfylkingarmenn sem greinilega eru orðnir argir yfir verklagi síns fólks.

mbl.is Ráðherrar boða blaðamannafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband