Friðsamlegur endir á skrílslátunum

Ég fagna því að skrílslátunum við Seðlabankann er lokið og lögreglan gat bundið enda á mótmælin með friðsamlegum hætti. Auðvitað hefði það orðið frekar sorglegt ef þetta hefði endað með ofbeldi á sjálfan fullveldisdaginn, á þeim degi þegar níutíu ár eru liðin frá því að landið fékk fullveldi. En ég tel að lögreglan hafi staðið sig vel, hún gaf mótmælendum mörg tækifæri til að fara og verður ekki sökuð um að hafa beitt ofbeldi, þó vissulega hefði það örugglega endað þannig hefði fólkið ekki farið.

Mér finnst samt þessi skrílslæti vanþroskuð afstaða til málanna. Ég held að það leysi engan vanda fyrir þjóðina að ráðast með látum inn í stofnanir í landinu og ætla að vera ofbeldisfull. Gott er að það tókst að koma í veg fyrir að þetta færi endanlega úr böndunum. Nóg var nú samt. Mun betra er að hugsa í lausnum og einbeita okkur virkilega fyrir því að koma landinu út úr þessum ógöngum. Ofbeldi og skemmdarverk leysa engan vanda.


mbl.is Mótmælendur farnir út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: H G

Þvílík foráttu blinda og sauðþrá tryggð við FLOKKINN! Lögreglan hagaði sér vel niðri í Seðlabanka - hún hagar sér oftast vel. Það voru mótmælendur sem gengu friðsamlega burt - enda var hinn ÓFRIÐSAMI bankastjóri farinn úr vinnunni. Fólk hefði mátt vita að með sín smánarlaun væri hann farinn heim fyrir kl. 16:00!

H G, 1.12.2008 kl. 18:02

2 identicon

Ég er viss um að margur hefur kallað múginn sem réðst á frönsku bastilluna árið 1789 fyrir skríl. Í dag eru flestir sammála um að franska byltingin hafi markað upphaf lýðræðis og umbóta í heiminum.

Án þess að ég vilji líkja þessum atburðum beinlínis við það sem er að gerast núna, þá eru ákveðin líkindi.Gjörspillt stjórnkerfi landsins er ekki að virka fyrir fólkið og þess vegna verður að eiga sér stað bylting. En ég hef trú á að okkar bylting geti gerst án blóðsúthellinga, ólíkt þeirri frönsku. Þó þú kallir þetta fólk sem fór inn í seðlabankann skríl, þá er ég viss um sagan muni líta öðrívísi á. Skríllinn er þvert á móti fólkið sem fylgir siðblindingjunum fram af bjarginu í blindni.

Helgi Hallgrímsson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 18:08

3 identicon

Ef að íslendingar opna á sér munninn eru það skrílslæti.  Svo mikil ítök hafa spillingaröflin í þjóðarsálinni. 

Og það er greinilegt í þínum skrifum að það er sjáflstæðismaður sem talar . á því er ekki nokkur vafi.

jonas (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 19:31

4 Smámynd: Bara Steini

Okkur var hleypt inn til að byrja með. Svo settumst við og sungum.

Við hljótum að vera stórhættuleg.

Bara Steini, 1.12.2008 kl. 19:44

5 identicon

Já, en Stefán Friðrik minn góður, það er sama sagan hjá þér: að leysa málin eins og í ensku te- eða matarboði. Með eintómum lávörðum og löfðum, nei, meina, lávarðarnir (karlmennirnir) sér í reykstofunni og lafðirnar sér (í ?herbergi)   Mótmæli þýða óánægju. Mótmælendur þurfa ekki endilega að vera skríll (þ.e. almúginn frá sjónarhóli yfirstéttarinnar) Tókstu ekki heldur eftir því að lögreglumennirnir voru brynvarðir, (alveg eins og óeirðalögreglan í útlöndum) og með "vopn" þ.e. gas gagnvart ísköldum, skjálfandi og vopnlausum mótmælendum.? Ég er ekki að segja að ég mæli þess bót að fólk ráðist inní opinberar byggingu og heimti að fá að tala við einn af yfirmönnunum, en ég skil fólkið vel. Þau sem mótmæltu í dag og þau sem fóru inn í Seðlabankann er hluti af þjóðinni, þitt fólk og mitt fólk. Þannig er það bara. Og það vill láta í sér heyra, rétt eins og þú og ég. 

Nína S (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 21:16

6 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Kanntu aðra leið til að tala við Baldur eða Konna ? Þótt þetta sé ekki eftirlætisaðferðin mín (fjarri því og mæli ekki með henni) þá er þetta eina úrræðið sem eftir er , en ef þú ert bundinn bláu höndinni í báða skó þá "skilur" þú að vísu aldrei svona aðför að Baldri , jafnvel þótt hún færi framm í útvarp Matthildi

Hörður B Hjartarson, 1.12.2008 kl. 21:36

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég þakka kommentin. Ágætt að heyra ólíkar skoðanir og ekkert að því, enda væri eitthvað furðulegt ef við öll værum algjörlega sammála. Fínt að fá fleiri sjónarhorn.

Hvað varðar skrif Andra vil ég taka það fram að ég gegni engum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég var einu sinni virkur í innra starfi hans en er ekki í því lengur. Ég er vissulega flokksbundinn en lengra nær þátttaka mín í flokksstarfinu ekki.

Stefán Friðrik Stefánsson, 1.12.2008 kl. 23:51

8 Smámynd: Agný

Sem lýðræðisríki er það réttur okkar að mótmæla ef þurfa þykir.  En í fasista ríki er það ekki þannig.. Kanski væri betra að við hefðum vaknað af Þyrnirósa svefninum aðeins fyrr....svona við koss prinsins en ekki kjaftshögg.....

En fjárans írska þrælslundin er búin að vera ansi inngróin í okkur...ekki norska víkingablóðið...ja nema þá hjá "útrásar"víkingunum sem við þrælarnir blæðum svo fyrir...það er komið mál til að vekja upp víkinginn í okkur....

Agný, 2.12.2008 kl. 03:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband