Bjarni Ben helgar stjórnmálum krafta sína

Bjarni Benediktsson
Ég fagna þeirri ákvörðun Bjarna Benediktssonar að fara úr stjórnum N1 og BNT til að stefna að meiri frama í pólitískri baráttu. Ég hef verið þeirrar skoðunar um nokkuð skeið að Bjarni sé einn af framtíðarforingjum Sjálfstæðisflokksins og ég mun styðja hann heilshugar til að taka það hlutverk að sér þegar að því kemur. Mikilvægt er að hann sendi þessi skilaboð út á þessum tímum, skilið verði á milli pólitískra verkefna og því sem gert er úti í bæ, utan stjórnmálabaráttu.

Auk þess er hann af þeim kalíber að fengur er að því fyrir flokkinn að ljóst sé að pólitísk barátta er í framtíðaráætlunum hans. Nú þegar full þörf er á endurnýjun víða, einkum í pólitíkinni, er þetta vissulega góð ákvörðun.

 


mbl.is Bjarni úr stjórnum N1 og BNT
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kristján ritaði

Og ég sem hélt í sakleysi mínu, að þessi drengur væri á launum hjá mér við að leysa vandamál þjóðarinnar, sem eru ærin. Ég átti ekki von á því að hann ynni að úrlausn vandamála þjóðarinnar í hjáverkum. En lengi skal manninn reyna. Kv. Kristján.

11. des 2008 kl. 2.23   

Ummælin þín bíða samþykkis.

Kristjan (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 02:36

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þessu er ég algjörlega sammála.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 11.12.2008 kl. 06:06

3 identicon

Hann verður ráðherra við breytingar í janúar.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 09:09

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það sem hann er að gera er að undirbúa jarðveginn fyrir varaformannsslaginn.

Óðinn Þórisson, 11.12.2008 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband