Jón Gerald fer í samkeppni við Bónusfeðga

Ég fagna því mjög að Jón Gerald Sullenberger ætli í samkeppni við Bónusfeðga á lágvöruverðsmarkaði. Góð samkeppni er alltaf mikilvæg og skiptir sérstaklega máli núna þegar sjá má merki þess, allavega hér á Akureyri, að Bónus er að færast nær öðrum verslunum í verði, er ekki langt frá Nettó í verði hér og minni munur sé á milli verslananna en áður var. Heilbrigð og góð samkeppni er eitthvað sem við ættum öll að vilja.

Ef Jón Gerald telur sig geta farið í þá samkeppni með alvöru verslun og lág verð er það hið besta mál.


mbl.is Hyggst stofna lágvöruverðsverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

er samkeppni í dag á íslenskum smásölu markaði? er ekki einn aðili með markaðsráðandi stöðu?

ef um aðrar greinar væri að ræða, væri þá ekki búið að skipta upp Baugi? 

nei ég bara spyr fyrir forvitnissakir. 

Fannar frá Rifi, 14.12.2008 kl. 18:09

2 identicon

Það er samkeppni við Bónus Kaskó og Krónan sem gott dæmi. Það er ekki plás fyrir aðra keðju það mun bara hækka vöruverð að halda þessu öllu úti fyrir ekki stærri þjóð því miður.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband