Forsetinn býður mótmælendum upp á kaffi

Ég held að það hafi verið sniðugt hjá Ólafi Ragnari Grímssyni að bjóða þeim tíu sem fóru á Bessastaði til að mótmæla upp á kaffi og spjall. Veit ekki hvað mótmælendurnir græddu samt á kaffispjallinu við forsetann nema þá að hann sé kominn í jólaskap. Ég verð að viðurkenna að ég átti samt von á fjölmennari mótmælum miðað við málefnið, en sennilega eru allir uppteknir upp fyrir haus í jólaverslun.

Í dag var samþykkt að veita forsetaembættinu fjárveitingu í lokalið fjárlagaumræðunnar til að setja upp öryggisbúnað og öryggishlið á Bessastöðum. Væntanlega þýðir þetta að öryggi forseta Íslands verði hert og erfiðara en áður að komast að forsetabústaðnum. Er svosem ekki hissa á því, enda fá dæmi um það að þjóðhöfðingi sé algjörlega óvarinn á heimili sínu.

mbl.is Ólafur og Dorrit buðu mótmælendum upp á kaffi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bara Steini

Já....... Kaffi bjargar öllu er það ekki......

Bara Steini, 22.12.2008 kl. 18:21

2 identicon

"enda fá dæmi um það að þjóðhöfðingi sé algjörlega óvarinn á heimili sínu."

Mér finnst bara frábært að það sé hægt að hafa þetta þannig.

Rúnar (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 19:01

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Heyrði af sniðugri útfærslu á öryggismálum í Bandaríkjunum. Skilti stóð úti á bletti við íbúðarhús, þar á var mynd að illúðlegum hundi og fyrir neðan þessi áletrun: Invisible fence! Gæti lækkað kostnað, eða hvað?

Flosi Kristjánsson, 22.12.2008 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband