Í minningu Halldóru Eldjárn

Halldóra og Kristján Eldjárn
Viđ andlát Halldóru Eldjárn minnist ţjóđin hinnar hćglátu en glćsilegu konu á forsetavakt hins ópólitíska forseta á pólitískum umbrotatímum í sögu ţjóđarinnar. Halldóra og Kristján Eldjárn voru táknmynd alţýđleika og virđingar ţau tólf ár sem ţau bjuggu á Bessastöđum. Ađ mínu mati var Kristján besti forsetinn í lýđveldissögunni. Ţau hjónin áunnu sér velvild og virđingu landsmanna međ framgöngu sinni og framkomu.

Ţau voru forsetahjón fólksins, honum auđnađist alla tíđ ađ tryggja samstöđu landsmanna um verk sín og naut virđingar allra landsmanna, ţrátt fyrir ađ vera forseti á umbrotatímum í ţjóđmálum og á vettvangi stjórnmála, ţegar hin pólitíska forysta landsins var í raun í lamasessi og hann ţurfti stundum ađ taka erfiđar ákvarđanir. Honum tókst ađ skapa trúverđugleika um verk sín og halda styrk embćttisins á ţeim árum.

Halldóra lék lykilhlutverk í forsetatíđ Kristjáns; ekki ađeins sem konan viđ hliđ forsetans heldur og mun frekar sem hin glćsilega húsfreyja á Bessastöđum. Ţau voru táknmynd alţýđleika. Deilt var um ţađ í kosningabaráttunni 1968 ađ Kristján vćri litlaus og kona hans hefđi sést í fatnađi frá Hagkaupsverslunum, svokölluđum Hagkaupssloppi. Lćgra ţótti háttsettum ekki hćgt ađ komast en ađ sjást í slíkum alţýđufatnađi.

En Kristjáni og Halldóru auđnađist ađ tryggja samstöđu um embćttiđ og eru metin međ ţeim hćtti í sögubókunum, nú löngu eftir ađ hann lét af embćtti.

mbl.is Alţingi minntist Halldóru Eldjárn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég set undirskrift mína hér....

Baldur Hermannsson, 22.12.2008 kl. 22:11

2 identicon

Ţakka ţér fyrir gott blogg, Stefán.

Halldór Eldjárn (IP-tala skráđ) 23.12.2008 kl. 01:16

3 identicon

Sćll Stebbi minn og til hamingju međ daginn (22. des). Fínar greinar og ég lćt hér fylgja 1 vísu af ţremur sem ţú fékkst frá okkur í kortinu:

Fall Kapítalismans                                    

Núna fálkinn ber sín bein,

bćgslast eins og hćna.

Lausnin hún er ađeins ein,

inn í vinstri grćna.

                                                                           SkÁ

hehe jólakveđjur frá Línu systur og Skarphéđni

Sigurlín G. Stefánsdóttir (IP-tala skráđ) 23.12.2008 kl. 02:22

4 identicon

Falleg kveđja til góđrar konu og forsetafrúar sem viđ minnumst međ virđingu og ţakklćti.

Halla (IP-tala skráđ) 23.12.2008 kl. 10:16

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband