Lífleg jólaverslun

Ekki verður maður var við kreppuna þegar farið er í verslunarmiðstöðvar. Jólaverslunin er með líflegasta móti og er meiri en í fyrra ef eitthvað er. Ég sé allavega engan teljandi mun til hins verra, þvert á móti. Kannski verður ekki teljandi munur á lífsmunstri þjóðarinnar fyrr en eftir jólin. Gárungarnir segja að íslenski neytandinn falli með vísakortað í hendinni í stað þeirra sem falla með sverð í hendi.

Ég get ekki séð að kortanotkun sé mikið minni. Þar sem ég hef farið um borga flestir með korti sýnist mér. Þetta eru samt athyglisverðar tölur og um leið er ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvort þetta verði síðustu jólin í bili þar sem landsmenn geta leyft sér mikinn munað og peningaaustur. Kannski er ekkert að því að hægist aðeins yfir og við hugleiðum að það er hægt að halda jól án þess að spreða mikið.

Jólin eiga að snúast um svo margt annað en peningaaustur, þó við höfum svolítið gleymt þeim boðskap að undanförnu. En jólaverslunin að þessu sinni er ekki mjög frábrugðin því sem var í fyrra. Stressið er allavega ekki minna í fólksfjöldanum í verslunarmiðstöðvunum.

mbl.is Jólin greidd út í hönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband