Óvænt úrslit hjá Framsókn - afhroð hjá Páli

Greinilegt er á úrslitum fyrri umferðar í formannskjöri Framsóknarflokksins að þingfulltrúar vilja nýtt upphaf hjá flokknum og hafa afgerandi hafnað valkosti hins gamalkunna Halldórsarms. Afhroð Páls Magnússonar verður ekki túlkað nema sem skipbrot þeirrar klíku sem hefur ráðið völdum í flokknum frá því að Steingrímur Hermannsson fór í Seðlabankann árið 1994 og lét Halldóri Ásgrímssyni eftir völdin í flokknum.

Greinilegt er að fjölmargir hafa vanmetið sérstaklega styrk Höskuldar Þórhallssonar, alþingismanns. Hann græðir á því að vera sitjandi þingmaður og vera mjög öflugur fulltrúi nýrra tíma. Sama gildir um Sigmund Davíð sem hefur komið sem ferskur vindblær í þessa kosningu, táknmynd nýjunga og breytinga, sem Framsókn þarf sannarlega á að halda. Páll, sem hefði átt möguleika áður fyrr, á ekki séns í þessu árferði.

Fróðlegt að sjá hvernig fer á eftir, en úrslitin verða ekki túlkuð, á hvorn veginn sem fer, en sem sigur þeirra sem hafa gagnrýnt Halldórsarminn og verklag hans. Varla þarf að efast um eftir þessa kosningu að Siv verði varaformaður, en greinilegt er að hennar fulltrúar hafa unnið vel á bakvið tjöldin til að stöðva Pál Magnússon frá því að vinna formennskuna.


mbl.is Höskuldur og Sigmundur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að einhverjum detti það í hug að framsóknargúbbi geti verið fulltrúi nýrra tíma eru draumórar. Hann getur kannski, hugsanlega, mögulega boðað einhverjum innan flokksins nýja tíma en ekki þjóðinni. Hún hefur engan áhuga á að hleypa framsóknarflokknum aftur að kjötkötlunum í bráð.

ÞA (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 15:41

2 identicon

ÞA, sjáðu til láti önnur pólitísk öfl en Framsókn ekki taka til sín í endurnýjun á fólki í forystu að þá endar Framsóknarflokkurinn sem sem annar stærsti flokkur landsins í versta falli.

ÞJ (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband