Leitin langa að dómsmálaráðherra - Ragna valin

Ljóst er nú að Ragna Árnadóttir, starfandi ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, tekur við lyklavöldunum í dómsmálaráðuneytinu nú síðdegis. Leitin hefur verið löng hjá vinstriflokkunum að dómsmálaráðherra. Ekki geta þeir valið neinn úr sínum röðum og hafa leitað meðal sérfræðinga og fyrrum þingmanna til að taka embættið en leitin hefur nú borið þá alla leið í ráðuneytið sjálft og valið ráðuneytisstjórann sjálfan til verka. Ég hef oft heyrt sögur um að ráðuneytisstjórar séu valdamiklir en er þetta ekki eina dæmið um ráðuneytisstjóra sem verður ráðherra á einni nóttu?

Velti fyrir mér hvað fór út af sporinu með Björgu Thorarensen, sem hafði verið orðuð við embættið. Á hvaða forsendum afþakkaði hún embættið? Sögusagnir herma að Ragnar Aðalsteinsson hafi verið í umræðunni og vel er þekkt sú staðreynd að Bryndís Hlöðversdóttir gat orðið ráðherra en það þótti ekki henta að velja utanþingsráðherra sem var nýbúin að hætta í pólitík, væntanlega til að losna við pólitískar skyldur og verkefni. Þessi leit hefur því farið út fyrir þingflokkana og endað í ráðuneytinu sjálfu. Fyndin flétta.

Fróðlegt verður að sjá hvernig Ragna muni standa sig, en ég held að engum hefði órað fyrir því að nefna hana sem valkost fyrirfram.


mbl.is Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Það er allavega á hreinu að þessi kona hefur alla þá þekkingu sem þarf til að taka að sér þetta starf. Ég myndi segja að hún sé hæfari til að takast á við þetta starf heldur en jarðfræðingur eða dýralæknir að takast á við ríkisfjármálin.

Gísli Sigurðsson, 1.2.2009 kl. 16:11

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ragna verður flott í þessu og það var mjög skynsamlegt að velja hana í þetta embætti að mínu mati.

Marinó Már Marinósson, 1.2.2009 kl. 16:18

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, ég er alveg sammála ykkur. Ragna er mjög frambærileg og góður kostur í dómsmálaráðuneytið. Líst mjög vel á að fá hana þar, mun betur en hefði einhver þingmaður vinstriflokkana verið valin. Hún hefur líka unnið vel með Birni Bjarnasyni síðustu árin í ráðuneytinu.

Stefán Friðrik Stefánsson, 1.2.2009 kl. 16:20

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ráðuneytisstjóri Björns Bjarnsonar - innvígð og innmúruð - er það sá dómsmálaráðherra sem okkur vantaði?

- Þetta er sú manneskja sem sá um að sitja á frumvarpinu um greiðsluaðlögun sem Jóhanna segir nú að sé mikilvægt fyrsta verk þessarar ríkisstjórnar að koma aftur á skrið.

- Þetta er svo absúrd að það er hreinlega óskiljanlegt?

- Og þetta er val Steingríms J. 

- Hvað eiga BB og Davíð á Steingrím? - Því augljóslega er þetta ráðherra BB en ekki vinstriflokkanna.

Helgi Jóhann Hauksson, 1.2.2009 kl. 16:58

5 identicon

Þekki þessa konu ekki neitt, og hef enga ástæðu til að efast um hæfni hennar. En þeir sem hafa allt á hornum sér varðandi Björn Bjarnason, Davíð, Árna Matt. og þeirra störf, dettur þeim aldrei í hug að þeir hafi þá kannski pínulítið fyrir rangri sök? Að varpa fram fyrirspurn um hvað Björn og Davíð hafi á Steingrím er nokkuð hátt stig af veruleikafyrringu.

Padre (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 18:23

6 identicon

í alvörunni Padre !!finnst þér sú spurning vera veruleikafyrring.. ef þú ert ekki farinn að sjá spillinguna þá ert það þú sjálfur sem ert veruleikafyrrtur!! Pólitík er að safna skit á aðra til að nota síðar þannig virkar hún og hefur alltaf gert...

Elín (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband