Jóhanna tekur við - alheimstákn samkynhneigðra

Þorgerður Katrín og Jóhanna
Vissulega er það sögulegt augnablik þegar Jóhanna Sigurðardóttir tekur við lyklavöldum í forsætisráðuneytinu fyrst kvenna. Eftir stormasaman stjórnmálaferil er þetta mikill persónulegur sigur fyrir hana og markar mikil tímamót. Um allan heim er Jóhanna orðin alheimstákn samkynhneigðra sem fyrsti gay forsætisráðherrann í heiminum og stærsta frétt dagsins á alþjóðavettvangi snýst um þá staðreynd að hún er samkynhneigð, mun frekar en að hún sé kona að taka við. Það fellur einfaldlega í skuggann.

Ég vil óska Jóhönnu innilega til hamingju með forsætisráðherraembættið. Þó ég hafi oft verið ósammála henni og sumu því sem hún hefur sagt og gert hef ég alla tíð borið mjög mikla virðingu fyrir henni og pólitískri baráttu hennar. Hún hefur mætt miklum mótbyr og leið hennar í Stjórnarráðið hefur verið mörkuð mörgum vegartálmum og flestir hafa þeir verið hjá samherjum hennar í pólitík. Hún hefur verið niðurlægð í kjöri innan þeirra flokka sem hún hefur verið í og ekki bar fólki gæfu til að velja hana yfir Samfylkinguna þegar í upphafi.

Að mörgu leyti er augnablikið þegar hún tekur við álíka merkilegt og þegar dr. Gunnar Thoroddsen tók við forsætisráðherraembættinu um sjötugt árið 1980, þá sem starfsaldursforseti Alþingis og bjargvættur þingræðisins. Hann hafði verið umdeildur innan síns flokks og tapað kosningum og verið niðurlægður í forsetakjöri og leiðtogakosningum innan Sjálfstæðisflokksins. Hann komst samt til valda og naut þeirra sem hægrimaður í vinstristjórn. Jóhanna fer ekki alveg sömu leið og Gunnar en ekki síður merkilega engu að síður.

Jóhanna minnir mjög mikið á ömmu sína, Jóhönnu Egilsdóttur. Amma mín var mikil verkalýðskona og vinstrikona alla tíð og þótti vænt um Jóhönnu eldri, hún var hetja í hennar augum og sönn sínum málstað. Ömmu þótti Jóhanna Sigurðardóttir mikil kempa og spáði því fyrir rúmum áratug í samtali okkar á milli að hún ætti eftir að verða forsætisráðherra. Ég var ekki mjög trúaður á þetta og sagði við hana, þá á miðjum Davíðstímanum, að hún fengi varla séns á því. Mundu þetta, sagði hún þá. Ég man það enn.

Jóhanna tekur við embætti á erfiðum tímum. Verkefnið er tröllvaxið og það er unnið í kappi við tímann. Kosningar hafa verið tímasettar eftir 80 daga og mikið verk framundan. Væntanlega er þetta pólitískur svanasöngur Jóhönnu, rétt eins og þegar Gunnar tók við völdum á sínum tíma án þess að vera leiðtogi stjórnmálaflokks en var valinn sem fulltrúi þingræðisins.

Stjórn hans er umdeild í sögunni og hefur ekki hlotið góð eftirmæli, þó flestum þyki vænt um Gunnar og meti hann mikils í stjórnmálasögunni. Jóhönnu bíða jafnerfið verk og Gunnars fyrir þrem áratugum.

mbl.is Lyklaskipti í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ósmekklegt blogg.

Anna Einarsdóttir, 1.2.2009 kl. 21:52

2 Smámynd: Brattur

Mér finnst að það eigi ALLS EKKI að blanda kynhneigð fólks inn í umræðuna.

Hugsaðu þér að í hvert skiptið sem fjallað væri um Björn Bjarnason væri sagt;

Björn Bjarnason hinn gagnkynhneigði sagði á Alþingi í dag o.s.frv...

Brattur, 1.2.2009 kl. 21:54

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Kynhneigð Jóhönnu. Mér sýnist þú vera búinn að ná utan um þetta.

Kannski mál að snúa sér að öðru.

hilmar jónsson, 1.2.2009 kl. 22:19

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ósmekklegt hvað. Það er fyrirsögn á BBC og CNN að samkynhneigð kona sé forsætisráðherra á Íslandi. Lítiði á fréttirnar sem ég linkaði á. Þetta er stóra fréttin. Bölvað blaður er þetta í ykkur.

Stefán Friðrik Stefánsson, 1.2.2009 kl. 23:08

5 Smámynd: Stefanía

Fólk skilur greinilega ekki þessa færslu hjá þér Stefán, ef því þykir hún ósmekkleg.

Það er furðulegt að kynhneigð Jóhönnu skuli vekja meiri athygli en að hún er fyrsta konan í þessu embætti.

Stefanía, 1.2.2009 kl. 23:15

6 identicon

það er furðulegt að vanhæfi Davíðs Oddsonar sem seðlabankastjóra og það að hann var athlægi erlendis rataði aldrei á þetta blogg?annars TIL HAMINGJU ÍSLAND.

árni aðals (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 00:00

7 identicon

Um það ganga sögur að Kóngurinn á Svörtuloftum sé sjálf-kynhneigður.

G Ævar Hilmarsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 00:43

8 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hvaða endemis bull er þetta - ekki átti ég von á svona tali frá þér. Ég er andstæðingur Jóhönnu í stjórnm´´alum en Drottinn minn dýri - með svona tali er fólk komið niður á plan dósaberjaranna.

Sýnið æðsta embættismanni þjóðarinnar tilhlýðilega virðingu og kurteisi enda þótt hennar stuðningsmenn hafi ekki sýnt forvera hennar slíkt. Það er þeirra lágkúra - látum slíka lágkúru vera í fortíðinni en ekki nútíðinni.

Það ætti ekki að vera neinum samboðið að fara niður á plan dósaberjaranna.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 2.2.2009 kl. 04:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband