Léleg byrjun hjá Jóhönnu - eftirmannspælingar

Ekki fannst mér það góð byrjun hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, að ætla að kenna Birni Bjarnasyni um að frumvarp um skuldaaðlögun liggur ófrágengið í þingflokki Samfylkingarinnar. Slíkt vinnuferli skrifast aðeins á hana og aðra forystumenn Samfylkingarinnar og er henni til minnkunar, svo ekki sé nú fastar að orði kveðið. Ég held að saka megi Björn um margt annað en hann sé ekki vinnusamur og komi hlutum ekki í framkvæmd. Mér finnst Björn skila mjög góðu búi sem dómsmálaráðherra og vera einn af okkar bestu dómsmálaráðherrum fyrr og síðar.

Reyndar finnst mér Samfylkingin staðfesta það mjög vel með því að velja skrifstofustjóra og ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðherratíð Björns Bjarnasonar sem eftirmann hans í ráðuneytinu. Varla er hægt að segja að ráðuneytið hafi staðið sig illa þegar ný ríkisstjórn byrjar á því að velja einn nánasta samstarfsmann Björns í verkunum í ráðuneytinu til að taka við af honum.

mbl.is Birni þótti lítið leggjast fyrir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta hefði Jóhanna Sigurðardóttir ekki sagt nema af því að það er SATT.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.2.2009 kl. 01:08

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Kemur einhverjum það á óvart að Jóhanna segi ekki satt??

Eru allir búnir að gleyma Súðavíkurflóðinu sem kostaði 14 mannslíf?

Jóhanna hefur enn ekki svarað því hvar ( á þeim tíma ) nýja hættumatið var geymt og hversvegna hún var ekki búin að taka það í gagnið. Víst var það til - það mátti bara ekki ræða það.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 2.2.2009 kl. 04:27

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta er nú ekki alveg svona einfalt. Frumvarpið lá lengi inni í ráðuneytinu og þegar það loksins kom þaðan út þá var það í "mýflugumynd" að mati þingmanna Samfylkingarinnar. Ástæða þess að frumverpið er ekki komið út úr þingflokki Samfylkingarinnar er einmitt sú að þingmenn Safmylkingarinnar eru mjög ósáttir við það eins og það kemur út úr ráðuneytinu. Þeir vilja því fá því breytt til betri vegar og tekst það vonandi í samvinnu við VG.

Ég veit reyndar ekki hvað það er, sem þingmenn Samfylkingarinnar eru ósáttir við en rennur í grun að það sé það ákvæði laganna að þessi greiðsluaðlögun skuli ekki ná til lána með veði í húsnæði skuldara. Þar með nær þetta ákvæði ekki til húsnæðislána ef frumvarpsdrögin, sem komu frá Birni verða að lögum óbreytt.

Það er lélegur málflutiningur að koma seint og um síðir með frumvarpsdrögin út úr ráðuneytinu þannig gerð að þau eru óásættanleg fyrir samstarfsflokkin og kenna síða því um að ekki sé búið að afgreiða málin að samstarfsflokkurinn er ekki búin að leggja blessun sína yfir frumvarpsdrögin.

Það er ákveðin seinagangur og óásættanlegar breytingar frá upphaflegri hugmynd Samfylkingarinnar frumvarpsdrögunum í Dómsmálaráðuneytinu, sem er ástæða þess að ekki er búið að ganga frá málinu.

Sigurður M Grétarsson, 2.2.2009 kl. 11:17

4 identicon

Af hverju skildi nýr forsætisráðherra fara að ljúga upp á fráfarandi dómsmálaráðherra ? Ætli það sé ekki eitthvað annað á bak við, væntanlega er þetta misskilningur sem verður leiðréttur því að ég trúi því ekki að Jóhanna sé að slá í liggjandi mann. hitt er svo annað að ekki get ég tekið undir þau orð að fráfarandi dómsmálaráðherra hafi staðið sig vel. Mörg mál í hans tíð virka undarleg, verið að eyða peningum í gæluverkefni, hafa lent upp á kant við undirmenn sína sem sjá það eitt að hætta vegna "eineltis". 

thi (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband