Ingimundur farinn - Eiríkur og Davíð sitja áfram

Afsögn Ingimundar Friðrikssonar úr Seðlabankanum vekur vissulega athygli, en enn merkilegra er að bankastjórarnir munu greinilega ekki vinna úr stöðunni saman og feta misjafnar leiðir. Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson vita greinilega að þeir fá meira út úr því að segja ekki af sér og halda aðra leið í sinni stöðu. Mér grunar að viðbrögð þeirra veki athygli, en þeir hafa setið lengur í bankanum en Ingimundur - Eiríkur var eftirmaður Jóns Sigurðssonar, fyrrum viðskiptaráðherra Alþýðuflokksins, í bankanum um miðjan tíunda áratuginn og hefur bestu stöðuna af þeim.

Greinilegt var á bréfasendingunum og þögninni um þau í allt kvöld að það væri ekki slétt og fellt yfir þeim. Bankastjórarnir munu ekki vinna saman í takt við ríkisstjórnina og greinilegt að hinir leita leiða til að taka slaginn um næstu skref. Væntanlega verður augljósara á morgun hver næstu skref þeirra verða en mér finnst atburðarásin sýna að hinir tveir muni reyna að sitja lengur og taka slaginn frekar en fara út að óbreyttu.

Svo verður að ráðast hver sá næsti leikur verður. Þeir sem virða forsætisráðherrann að vettugi, hafna beiðni hennar beint eða neita að svara henni, eru greinilega búnir að ákveða að taka slaginn.


mbl.is Ingimundur baðst lausnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Davíð, með hroka sínum og dómgreindarleysi, er enn og aftur að gera þjóðina að fífli í augum alþjóðasamfélagsins, Glæsileg landkynning..

hilmar jónsson, 7.2.2009 kl. 01:50

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ég tek ofan fyrir Davíð Oddssyni og Eiríki Guðnasyni, sem neita að beygja sig í duftið fyrir "heilagri Jóhönnu" og "krossförum" hennar af " Vinstri Gölnum " kantinum.

Það vekur athygli, að enginn hávaði berst frá Austurvelli lengur, " pottarnir eru þagnaðir" í bili a.m.k. Samt gæti sá athyglissjúki mætt til leiks aftur eftir hádegi í dag, því að reiðin svellur enn í brjósti hins almenna borgara.

Vonandi tekst Herði Torfasyni að hemja órólegu deildina og forða eignum okkra allra frá frekari óhæfuverkum.

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 7.2.2009 kl. 08:11

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er verður mjög spennandi að fylgjast með næstu skrefum Davíðs.
Hann hefur sagt að verði hann hrakinn úr bankanum fari hann aftur í pólitík.
Jóhanna hlítur að tjá sig við fjölmiðla fyrri hluta dags og upplýsa fólkið í landinu nákvæmlega hver staðan er.

Óðinn Þórisson, 7.2.2009 kl. 09:49

4 identicon

Sæll,

Smá leiðrétting; Ingimundur er búinn að vara meirihluta sín starfsferils í bankanum og Eiríkur Guðna líka. Þetta eru ekki menn sem droppuði inn í bankann til að gerast bankastjórar, heldur voru ráðnir sem fagmenn þegara andstaðan var mikil við pólitískar ráðningar.

S.j (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband