Gúrkutíð eða þreytuleg slepja?

Mér finnst það svolítið fyndið að eftir tólf ár sé enn hægt að finna fyrirsagnir í sambandi Fjölnis og Mel B. Veit samt ekki hvort enn sé eftirspurn eftir svona séð og heyrt-fréttum. Kannski er það svo. Þessi séðogheyrt - blaðamennska er samt orðin ansi þreytt, svo ekki sé nú meira sagt. Þessi rósrauða pressa er samt sem betur fer ekki á ríka fólkinu lengur.

Enda getum við svosem verið sæl með þetta þangað til að ástarsögur ríka og fræga fólksins hérna heima fara að dúkka upp. Og þó ég gleymdi því við eigum ekkert ríkt fólk lengur sem vill láta sjá sig hérna heima nema þá örfáa lánlausa menn í felum, en dveljast að mestu leyti erlendis.

Mér fannst tilraunir sumra hérna heima til að gera Ásdísi Rán að einhverri táknmynd ríka og fræga fólksins í fréttaumfjöllun mistakast frekar hrapallega. En ég afþakka samt svona blaðamennsku, hún á helst heima annarsstaðar. Þetta er ekki sagt til að tala einhvern niður.

mbl.is Fjölnir segir Mel B líklega bara með alzheimer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband