Er kvennabyltingin á Íslandi ekta eða fals?

Mikið er talað um íslensku kvennabyltinguna. Ekki óeðlilegt, þegar við eigum kvenkyns forsætisráðherra í fyrsta skipti og helmingur ráðherranna eru konur. Af þessu geta allar konur hér á Íslandi verið stoltar vissulega. Minna ber þó á því að íslenskar konur hreykji sér af því að fyrstu konurnar hafa náð völdum í bönkunum. Valdaseta þeirra hefur þó verið mjög misheppnuð og minnast fáir þeirra fyrir sögulega setu sína í bönkunum, heldur að þær voru táknmynd gamla tímans í gömlu bönkunum.

Kvennabyltingin skiptir eflaust máli, en ég tel mikilvægt að hætta að líta kynjagleraugum á stöðuna. Allir einstaklingar eiga að vera jafnir og við eigum að dæma þá eftir getu og hæfileikum, ekki kynjum. Annars með fullri virðingu fyrir framlagi kvenna og hæfileikum þeirra. Þær eiga það skilið að vera metnar út frá öllu sínu góða.

mbl.is Öld testósterónsins lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ekki bara konur geta verið stoltar, kæri Stebbi. Við karlar getum einnig verið stoltir af þessum glæsilegu konum í ríkisstjórn.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 7.2.2009 kl. 12:08

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Ja , nú er að halda til haga þessari djúpu speki.

Nýr og ferskur vinkill á jafnréttismálin.

hilmar jónsson, 7.2.2009 kl. 12:09

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Maður verður að tipla á tám þegar maður ræðir þessu mál því annars fær maður karlrembustimpilinn á sig. En þú ferð bara vel með með þetta "viðkvæma" mál.

Finnur Bárðarson, 7.2.2009 kl. 17:54

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég vona að við getum tekið kynjagleraugun niður fljótlega en því miður virðist það ekki vera tímabært enn. Til að tryggja að innlegg mitt verði ekki misskilið þá ætla ég að útskýra svolítið betur mína afstöðu.

Ég vona að öllum, alls staðar þyki það svo sjálfsagt að jafnréttis sé gætt að von bráðar þurfum við engin sérstök gleraugu til að fylgjast með því að það sé gert. Ég er ekki aðeins fylgjandi kynjajafnrétti heldur líka öllu öðru jafnrétti.

Þar sem ég veit að síðueigandi og Hlynur eru hér í Eyjafirðinum þá ætla ég að taka dæmi um það ójafnrétti sem kemur fram í fréttum. Þ.e.a.s. hvaðan þær eru upprunnar. Það er nefnilega ótrúlegt að fylgjast með því hvernig landsbyggðin er skilin út undan í langflestum fréttatímum fjölmiðlanna.

Ég efast ekki um að það gerast fleiri fréttnæmir atburðir á höfuðborgarsvæðinu en ég leyfi mér að efast um að það gerist aldrei neitt á t.d. Patreksfirði eða Fáskrúðsfirði sem eigi erindi í fréttirnar!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.2.2009 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband