Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðaustri 14. mars

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi kom saman í Skjólbrekku í Mývatnssveit í dag og samþykkti þar tillögu um prófkjör laugardaginn 14. mars nk. Mikill meirihluti fundarmanna studdi tillöguna og nokkuð afgerandi krafa á fundinum um mikilvægi prófkjörs á þessum tímapunkti. Fundurinn var mjög góður og mjög gaman, eins og ávallt, að hitta flokksfélaga og ræða stöðuna í stjórnmálunum. Ekki vantar pælingarnar núna, eins og staðan er í pólitíkinni.

Ljóst er að allir þingmenn flokksins í kjördæminu; Kristján Þór Júlíusson, Arnbjörg Sveinsdóttir og Ólöf Nordal, sækjast eftir endurkjöri. Ég tel blasa við að margir muni bætast í hópinn og flest sem bendir til að fleiri taki þátt núna en í prófkjörinu í nóvember 2006. Þá urðu miklar breytingar í forystusveit framboðslistans og kjörinn nýr leiðtogi í stað Halldórs Blöndals.

Borin var fram tillaga á fundinum, eftir að prófkjörstillaga stjórnar kjördæmisráðs var lögð fram, um að stillt yrði upp á listann. Kannski hefði sú tillaga verið ákjósanleg við aðrar aðstæður en nú er uppi. Ekki var nokkur hljómgrunnur fyrir uppstillingu enda er það fráleit aðferð í því pólitíska litrófi sem blasir við.

Þingmenn verða að berjast fyrir endurnýjuðu umboði og flokksmenn verða að ráða örlögum frambjóðenda, þingmanna jafnt sem annarra, að þessu sinni. Valdið er nú í höndum hins almenna flokksmanns og þeirra að taka ákvörðun um hverjir verði í forystusveit í vor.

Ég vona að prófkjörið verði vel heppnað og við fáum út úr því sterka liðsheild í kosningunum 25. apríl og góðan framboðslista.

mbl.is Prófkjör Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað með þig? Hvar eru ungliðarnir?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 20:33

2 Smámynd: Gunnar Níelsson

 Það verður spennandi að sjá hvort Sigrún hellir sér ekki í slaginn !   Hvað halda menn ?

Gunnar Níelsson, 7.2.2009 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband