Fyrir hverja er Cosser leppur í Moggakaupum?

Flest bendir nú til þess að lítt þekktur Ástrali, Steve Cosser, sé að fara að eignast Morgunblaðið. Mér finnst eðlilegt að velta því fyrir sér hvort þessi maður sé ekki leppur. Því ætti Ástrali að kaupa gjaldþrota íslenskt blað, eða altént blað í miklum rekstrarerfiðleikum? Hvaða tækifæri sér hann í því að kaupa eitt elsta og virtasta blað landsins, sérstaklega eftir að hafa gengið í gegnum mikinn öldudal. Mér finnst eiginlega blasa við að einhver af útrásarvíkingunum sé að nota nafn hans til að eignast blaðið.

Ætla menn í fjölmiðlabransanum ekki að rekja þessa áströlsku slóð til enda? Eða þorir því enginn. Hvaða hagsmuna er þessi maður að gæta og hverja er hann að fronta?


mbl.is Cosser ræðir við Fréttablaðsmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ransu

Mér var sagt að þessi Cosser hafið stundað svona viðskipti oft áður.  Þ.e. að kaupa fyrirtæki þegar allt er á hausnum og gjaldeyrir á botni.  Svo þegar fyrirtæki lagast og gjaldeyrir líka að þá selji hann fyrirtækið á ný og hagnist.

Ég sel þetta þó ekki dýrara en ég keypti -ólíkt því sem Cosser ku gera.

Ransu, 22.2.2009 kl. 21:31

2 Smámynd: Óðinn Elfar Sigfússon

Það er sennilega vegna þess að þú ert alveg einstakur  bloggari sem þessum manni langar til þess að eignast blaðið.

Óðinn Elfar Sigfússon, 22.2.2009 kl. 22:22

3 Smámynd: Stefanía

Svo mikið er víst, að ég segi upp áskriftinni með það sama !

Stefanía, 22.2.2009 kl. 23:37

4 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Það var leitt, að Vilhjálmur Bjarnason og félagar fengu ekki brautargengi með tilboð sitt.

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 23.2.2009 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband