Frábær frammistaða hjá Davíð í Kastljósinu

Davíð Oddsson í Kastljósi 24. febrúar 2009
Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, stóð sig vel í Kastljósi í kvöld. Hann talaði einlægt og heiðarlega um stöðuna; varði sig persónulega og fór yfir aðdraganda bankahrunsins og einkum verklag yfirstjórnar Seðlabankans - gerði hreint fyrir sínum dyrum. Mér fannst Davíð vera hreinskiptinn í þessu uppgjöri, hann talaði af yfirsýn um hvernig málið horfir við honum og gerði vel grein fyrir því hver sýn hans var á allar hliðar þess. Sennilega þarf að horfa tvisvar eða þrisvar á viðtalið til þess að skynja alla hluta þess, enda mjög yfirgripsmikið.

Held að þetta verði ekki síður eftirminnilegt viðtal, einkum þegar frá líður og bolludagsviðtalið á Morgunvakt Ríkisútvarpsins í mars 2003. Davíð er þeirrar náðargáfu gæddur að tala í fyrirsögnum og hafa lag á sjónvarpsmiðlinum betur en flestir aðrir hér á Íslandi. Hann var mjög sannfærandi og einlægur í þessu uppgjöri. Þetta mál hefur allt gengið mjög nærri honum og í raun má segja að Davíð sé að opna uppgjörsboxið á fullum krafti. Hann gefur það altént í skyn.

Davíð fór langleiðina með að gefa upp hversvegna hryðjuverkalögum var beitt á Ísland í október og sagðist hafa tilkynnt efnahagsbrotadeild RLR um stórundarleg hlutabréfakaup sjeiksins. Mjög fróðlegt bæði tvennt. Davíð veit mikið og getur komið með uppljóstranir sem varpar ljósi á stóran hluta atburðarásarinnar. Þessi saga er að flestu leyti ósögð en þarf að koma fram.

Davíð iðar greinilega í skinninu við að fara af fullum krafti í það uppgjör. Það verður að fara fram fyrr en síðar, svo mikið er víst. Davíð er að opna box sem getur orðið mörgum skeinuhætt.

mbl.is Helgi Magnús: Davíð sendi bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Stebbi.

Held að þetta viðtal afhjúpi að hluta til hinn algjöra aulahátt fjölmiðla í efnistökum um stórmál í voru þjóðfélagi sem hefur verið landlægur lengi og nokkurn veginn sama hver á í hlut.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.2.2009 kl. 02:04

2 Smámynd: Óttar Felix Hauksson

Sammála þér Stefán. Frammistaða Davíðs var honum til mikils sóma. Hann náði að varpa skýru ljósi á atriði sem almenningur hefur velt fyrir sér, varðandi bindisskyldu bankanna, stækkun gjaldeyrisforðans og ásakanir um þátt seðlabankas í efnahagshruninu. Sýndi einnig klárlega fram á úrræðaleysi og máttleysi bráðabirgðastjórnarinnar, sem setið hefur sem lömuð undanfarna daga, af því ekki er búið að skipta út yfirstjórn Seðlabankans? Afhjúpaði rökleysu Jóhönnu, sem ber fyrir sig að þurfi nýjan Seðlabankastjóra áður en AGS fulltrúar komi til fundar, en upplýsir svo að það eigi að verða bráðabirgðabankastjóri á meðan auglýst er eftir nýjum Seðlabankastjóra! Hvílíkur skrrípaleikur. Fólkið í landinu hlýtur að sjá í gegnum þetta. Pólitískt einelti krata og vinstri manna gegn Davíð Oddssyni hefur akkúrat ekkert með endurreisn efnahagslífs heimila og fyrirtækja þessa lands að gera.

Óttar Felix Hauksson, 25.2.2009 kl. 02:25

3 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Mér fannst Davíð á að sumu leiti ólíkur sjálfum sér í þessu viðtali, hann var augljóslega í varnarstöðu, sem kemur nú ekki á óvart, þá var eins og sjarminn og leiðtogahæfileikarnir væru foknir út í veður og vind.  Hrokinn var þó ennþá til staðar, réðst t.a.m. aftur og aftur á Sigmar, sem kom reyndar ekki nægilega vel undirbúinn í vitalið. 

  Þegar maður vegur og metur framgöngu og "frammistöðu" Davíðs í þessu viðtali, er að mínu mati nauðsynlegt að hafa í huga að hér fór maður, sem hefur verið leiðtogi í Sjálfstæðisflokknum síðan 1982 að segja má, en þá varð hann Borgarstjóri í Reykjavík.  Hann hefur nánast ráðið því sem hann hefur viljað ráða a.m.k. frá 1991 þegar hann var kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins til ársins 2007, þegar stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins varð að veruleika. 

  Nú situr hann skyndilega frammi fyrir því að vera sparkað út úr Seðlabankanum og standa uppi, valdalaus. Viðbröðin eru þau að eitt allsherjar samsæri sé í gangi gegn sér, að öll þjóðin hafi verið heilaþveginn og hann sé eini maðurinn með viti, allir hinir séu fífl! Hann ætlar að taka Sjálfstæðisflokkinn með sér í fallinu, sem ég myndi nú ekki gráta!

Varst þú örugglega að horfa á sama vital og ég Stefán?!! Hér er annaðhvort á ferðinni raunveruleikafirring eða trúarbrögð!

Egill Rúnar Sigurðsson, 25.2.2009 kl. 02:44

4 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Því oftar sem maður hlustar á DO tala þá gerist annað af tvennu:

- Maður fer að sjá í gegnum orðalag hans og áttar sig á bullinu
- Maður fer að trúa því sem hann segir

Sem er dálítið merkilegt út af fyrir sig ...

Björn Leví Gunnarsson, 25.2.2009 kl. 05:25

5 Smámynd: Guðmundur Björn

Snillingur!

Guðmundur Björn, 25.2.2009 kl. 10:18

6 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Þetta var sögulegt viðtal í Kastljósinu í gærkvöldi. Davíð Oddsson stendur ávallt

fyrir sínu og stóð sig með ágætum. Það verður æ deginum ljósara, að pólitískt inngrip Bessastaðabóndans með að synja undirskrift "Fjölmiðlalaganna", hefur haft mikil áhrif á stöðu þjóðfélags okkar í dag.

Vonandi eigum við eftir að heyra meira frá Davíð Oddssyni, þegar hann fær frið til að stinga niður penna.

Með góðri kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 25.2.2009 kl. 10:48

7 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Mér fannst viðtalið athyglisvert en líka sérkennilegt hvernig Davíð var alltaf að ráðast á spyrilinn og jafnvel að reyna að gera lítið úr honum.

Guðmundur Pétursson, 25.2.2009 kl. 13:05

8 identicon

Davíð stóð sig vel, sannaði að hann er hörkupólitkus og leitogi. Frammistaða spyrilsins var hörmuleg. Spurningin sem aldrei kom fram er:

Ef Seðlabankinn var viss um að bankarnir færu á hausinn, af hverju slakaði hann á kröfum um veð? Seðlabankinn tók sem fullgild veð skuldabréf útefin af þessum bönkum (óreiðumönnum) korteri fyrir hrun og í hruninu tók hann sem fullgilt veð hlutabréf í dönskum banka sem virðast óseljanleg og þar með glataðist allt eigið fé bankans!

Garðar (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 13:21

9 identicon

Sínum augum lítur hver á silfrið! Það er nefnilega svo einkennilegt að enginn ráðamaður, hvorki samflokksmenn DO sem hann talaði við né ráðherrar úr samstarfsflokknum fyrrverandi, sem hann yrti ekki á, kannast við meintar aðvaranir DO. Í fyrsta og eina sinn sem DO mætti fyrir ríkisstjórn var daginn eftir Glitnisævintýrið, til að segja ráðherrum það sem allir vissu, að bankakerfið var að hruni komið. Dálítið seint í rassinn gripið, ekki síst þegar að því er gætt að "sérfræðingurinn" stórkostlegi hafði enga áætlun um viðbrögð í farteskinu. Aftur á móti dró RÚV upp legíó af viðtölum, skýrslum og ummælum frá DO og co í hádegisfréttum, frá því löngu eftir að goðið sagðist hafa varað ráðamenn við væntanlegu hruni bankanna (sennilega í draumi) þar sem hann skammaði úrtölufólk (fyrirframspámenn?) fyrir að tala banka- og fjármálakerfið á Íslandi niður. Eins var það ekki aðeins grátbroslegt heldur hneykslanlegt að sjá íslenskan embættismann gjamma um það að hann vissi sko um allskyns brot sem fólk trúði honum fyrir, en hann ætlaði ekki að segja frá þeim nema þegar honum hentaði. Í þessu viðtali sýndi DO allar sínar verstu hliðar sem hann hefur sótt í tradisjón hriflustjórnmálanna; talað er í dylgjum og hálfkveðnum vísum, ábyrgð þess sem miður fór er alltaf einhverra annarra en það sem vel fór var honum að þakka, enginn sem er honum mótfallinn er með öllum mjalla, og hann hugsar bara um almanna hag (enda virðist hann engan greinarmun gera á milli eigin hags og almannahags). Ég vil benda sjálfstæðismönnum á, sem eru í skýjunum yfir frábærri frammistöðu Davíðs, að hann varpaði allri ábyrgð af eigin herðum á Flokkinn. Davíð heyrir nefnilega undir forsætisráðherra, og ef hann hvíslaði góð ráð í einhvers eyru, þá var það yfirmaðurinn -- sem kannast reyndar ekkert við það. 

GH (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 13:35

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þetta var mjög flott frammistaða hjá Davíð Oddsyni.

Óðinn Þórisson, 25.2.2009 kl. 18:22

11 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Maðurinn er aumkunarverður. Auðvitað skil ég að innlegg mitt sennilega verður ekki birt, en þetta var jú mín skoðun.

Baldur Gautur Baldursson, 26.2.2009 kl. 07:40

12 Smámynd: Jack Daniel's

Hitler var líka góður ræðumaður og við sem höfum lesið söguna vitum hvernig það fór.

Jack Daniel's, 26.2.2009 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband