Aumingjaskapur Steingríms J. og Jóhönnu

Mér finnst það algjör aumingjaskapur og pólitískur gunguskapur hjá Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, og Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, að leggjast flöt niður og hætta við málssókn á hendur breskum stjórnvöldum. Hvað varð um hinar digurbarkalegu yfirlýsingar Steingríms J. að gefast ekki upp og taka þennan slag til enda. Ekki er orð að marka þessa ríkisstjórn og hún verður sífellt daprari og tragískari í verkum og orðum eftir því sem dögum hennar við völd fjölgar.

Við bætist að hún er stefnulaus og umkomulaus með öllu. Hefur engu komið í verk. Engu er líkara en hún hafi verið mynduð til að ráðast að einum manni og sparka tveimur út í leiðinni, þar af öðrum sem nú er treyst til verka í norska seðlabankanum, jú vegna þekkingar hans og hæfni. Þvílík niðurlæging. Nú bætist þessi aumingjaskapur við. Getur þessi ríkisstjórn orðið daprari en orðið er?

Ætla fjölmiðlamenn ekki að spyrja jarðfræðinginn í fjármálaráðuneytinu hvað varð um yfirlýsingarnar hans digurbarkalegu. Hann hefur varla undan við að éta allt ofan í sig blessaður.

mbl.is Hætt við málssókn gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr, sammála.  Skallagrímur tapar einu % á dag svona rétt eins og fyrir síðustu kosningar.  Ég vil líka tengsl Sollu við spillingarlið Bónuss upp á borðið.  Hún er í persónulegri helferð gegn Davíð Oddssyni og beitir Jóhönnu í þeim efnum.  Solla á að moka sína flóra sjálf.

ÞJ (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 09:44

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

SAMMÁLA!!!!!!!

Sama á við um alla þá sem voru við stjórn hjaókkur þegar Bretar settu þessi lög á okkur.

Þá hefðu menn a´tt TAFARLAUST að segja okkur úr lögum við Breta og NATO.

Segja þeim að fara hoppandi á öðrum fæti út í ríð, hvar öndin nam sér steypa.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 25.2.2009 kl. 10:24

3 identicon

Sæll Stefán,

því miður tel ég svarið við spurningu þinni vera Já. Þessi bráðabirgða-minnihluta ríkisstjórn á eftir að ná því að verða daprari en nú þegar.

Jóhanna veldur ekki þessu starfi og virðist allt í einu vera orðin algjörlega hæfileikalaus, uppfull af heift og hatri. Jarðfræðingurinn er að sanna að hann er heimsins mesti vindbelgur.

Kveðja

Snæbjörn Steingrímsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 10:35

4 identicon

The law was used because the Icelandic Banks, and in particular Kaupthing
were "Alleged" to be actually "Stealing" investors money. You cannot expect
anybody to sit and watch that happen. Would you just sit and watch it
happen if someone was stealing your money and you caught them in the act?
Your Government did nothing. They just sat and watched. Someone had to stop
these bandits, otherwise the Icelandic Nation would be even in more debt.

I think the word "Sensible" should be used her. I honestly do not think
that there was any chance for winning this case because of the corruption
and "wheeling and Dealing" that had been going on in the Icelandic Banks
long before the "Freezing of Assets" legislation was used. I think that now
there is a real possibility for the Icelandic Government can work with the
UK Government, to get to the real bandits that were loaning (Laundering?)
investor's money to "prefered" customers, so that the so called " Vikings"
could get a "Nest Egg" put away in the Cayman Islands, and the "Tortilla"
Islands or what ever these "Shady" paradises are called.

I really would like to see the Icelandic Government provide legislation for
a similar Law to take affect in the Icelandic jurisdiction. Only then will
it be possible to get the real gangsters and " Freeze" the damned Asses off
all of them !" They are the bandits....Not the Icelandic Nation...

As for Kaupthing....the only initial action to happen was that all UK investors accounts were transfered to the I.N.G. Banking corporation for safe keeping.......apparently a very good decision in the light of what has been brought forward since.....

Good luck Iceland......

Fair Play (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 10:47

5 identicon

"Aumingjaskapurinn" var ákveðinn af fyrri ríkisstjórn.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar lýsti því yfir í janúar að verið væri að skoða hvort leita ætti til mannréttindadómstólsins þar sem aðgerðir Breta hefðu grafið undan íslenska bankakerfinu og átt þátt í hruni þess. 

Það var skoðað og ekki talið  ráðlegt, vita allir sem fylgjast með. Nenni ekki þessu plani með "aumingjaskap".

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 10:49

6 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Jú það er auðvitað sjálfsagt að spyrja Steingrím og fleiri út í þeirra fyrri yfirlýsingar. Það breytir því ekki að það var aldrei heil brú í þeirri hugmynd að fara með málið fyrir Mannréttindadómstólinn. Ég held það sé gott að við stöndum ekki í fullkomlega vonlausum málsóknum til þess eins að svala karlmennskuþörf norðlenskra Sjálfstæðismanna, eða annarra.

Stefán Bogi Sveinsson, 25.2.2009 kl. 11:22

7 Smámynd: Davíð Löve.

Eitthvað sáu Haarde og hans hirð að myndi ekki virka. Er kannski of ljótur skíturinn sem leynist undir yfirborðinu?

Davíð Löve., 25.2.2009 kl. 13:46

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Verð að svara þeirri vitleysu að fyrri ríkisstjórnin hafi ákveðið að fara ekki í mál í Strassborg. Þvert á móti ákvað ríkisstjórn Geirs H. Haarde í janúarbyrjun að kanna leiðir til að fá bresk stjórnvöld dæmd í Strassborg, þegar lögfræðilegir ráðgjafar hennar töldu einsýnt, að mál til að hnekkja á beitingu bresku hryðjuverkalaganna mundi tapast fyrir breskum dómstólum. Hvers vegna kokgleypir Steingrímur J. fyrri yfirlýsingar, sumar mjög nýlegar en þó fyrir ríkisstjórnarmyndun um að við sækjum okkar rétt og verjum okkur.

Stefán Friðrik Stefánsson, 25.2.2009 kl. 15:28

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ein aðal-aulaástæðan fyrir því að fara ekki í mál var sú, að málskostnaður við slíka málshöfðun myndi kosta okkur um tvær milljónir punda (langt innan við 200 milljónir króna). Þetta virtist vega þyngst hjá Ingibjörgu Sólrúnu, sem kvað vafasamt á tímum sem þessum að vera að eyða slíkri fjárhæð. En þegar um er að tefla hátt í 640.000 milljónir króna (640 milljarða) þá er slík mótbára hlægileg – málskostnaðurinn væri ekki nema um 1/3 af pró mill (um 0,03%) af þeirri upphæð, sem hér var í húfi.

Ingibjörg Sólrún lagðist jafnan flöt fyrir öllum kröfum af meginlandinu – líka fyrir þeim "rökum" Evrópubandalagsins, að ef við greiddum ekki Icesave-málið upp, þá færi fjármálakerfi Ecvrópu á hliðina! Hún vill reyndar líka leggjast flöt fyrir þessu risabandalagi og afhenda því fullveldisréttindi okkar á silfurfati.

Jón Valur Jensson, 25.2.2009 kl. 17:11

10 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Alltaf gaman þegar sjálfstæðismenn geysast hneykslaðir fram á ritvöllin. Ein samviskuspurning handa þér Stefán.

Er eitthvað athugavert við verk og vinnubrögð sjálfstæðisflokksins s.l. 18 ár í stjórn eða fór þar fram 100% heiðarleiki og fagmennska á öllum sviðum?

Ef eitthvað er athugavert, hvað er það þá helst að þínu mati?

Páll Geir Bjarnason, 25.2.2009 kl. 18:01

11 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það er fjarri því, Páll Geir, að ég sé sáttur við allt sem gert var hjá síðustu ríkisstjórn. Gagnrýndi oft verklag og tal ráðherranna þar og var frekar gagnrýninn, ekkert síður á verk sjálfstæðismanna en samfylkingarmanna. Enda þarf að viðurkenna að mönnum í ríkisstjórn varð stórlega á. Sjálfstæðisflokkurinn á að axla ábyrgð á því með því að skipta alveg út forystu flokksins og velja nýtt fólk til forystu.

Stefán Friðrik Stefánsson, 25.2.2009 kl. 18:04

12 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Sammála. Og líka helstu eftirlits- og hagstjórnarembættum.

Páll Geir Bjarnason, 25.2.2009 kl. 18:15

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhanna og Steingrímur verða seint talin til mikilla stjórnmálamanna.

Þetta fólk hefur ákkurat ekki gert neitt frá því það tók við og það sem er jákvætt við þetta er að vg&sf geta ekki annað en tapað fylgi með þessari aumingjlegu frammistöðu.

Óðinn Þórisson, 25.2.2009 kl. 18:30

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Stefán minn, stendur ekki til að birta þetta innlegg mitt, sem ég sendi þér löngu fyrir kl. 18 í dag:

Ein aðal-aulaástæðan fyrir því að fara ekki í mál var sú, að málskostnaður við slíka málshöfðun myndi kosta okkur um tvær milljónir punda (langt innan við 200 milljónir króna). Þetta virtist vega þyngst hjá Ingibjörgu Sólrúnu, sem kvað vafasamt á tímum sem þessum að vera að eyða slíkri fjárhæð. En þegar um er að tefla hátt í 640.000 milljónir króna (640 milljarða) þá er slík mótbára hlægileg – málskostnaðurinn væri ekki nema um 1/3 af pró mill (um 0,03%) af þeirri upphæð, sem hér var í húfi.

Ingibjörg Sólrún lagðist jafnan flöt fyrir öllum kröfum af meginlandinu – líka fyrir þeim "rökum" Evrópubandalagsins, að ef við greiddum ekki Icesave-málið upp, þá færi fjármálakerfi Evrópu á hliðina! Hún vill reyndar líka leggjast flöt fyrir þessu risabandalagi og afhenda því fullveldisréttindi okkar á silfurfati.

Jón Valur Jensson, 25.2.2009 kl. 20:33

15 Smámynd: Oddur Ólafsson

Þetta var kraftmikil fyrirsögn hjá þér.

Og virðist hafa verið innistæðulaus.

Oddur Ólafsson, 25.2.2009 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband