Ólafur Ragnar á að segja af sér

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er rúinn trausti meðal íslensku þjóðarinnar. Hann á að sjá sóma sinn í að segja af sér forsetaembættinu og láta þjóðina velja nýjan forseta í sumar. Hann hefur eyðilagt virðingu forsetaembættisins og sterkan sess þess í huga flestra landsmanna með verkum sínum, sérstaklega dekrinu við útrásarvíkingana sem settu Ísland á hausinn. Skilaboðin til hans eru einföld: hann þarf að segja af sér, sem fyrst.

mbl.is Tæpur þriðjungur ánægður með forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þór Gunnarsson

Hann, eins og aðrir sem hafa brugðist , eiga að segja af sér. Skil ekki af hverju Hörður Torfa hefur ekki tekið málið á dagskrá. Er hann kanski að bíða eftir Fálkaorðunni?

Í Alvöru talað!

Ólafur Þór Gunnarsson, 27.2.2009 kl. 20:50

2 Smámynd: Jónas Jónasson

Sammála.

Jónas Jónasson, 27.2.2009 kl. 21:12

3 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Já loksins eru augu þjóðarinnar að opnast - langt síðan Ólafur byrjaði að "eyðileggja" forsetaembættið - hann getur því miður ekki fattað það að það er ekki pólitískt heldur táknrænt.

Rúnar Haukur Ingimarsson, 27.2.2009 kl. 21:14

4 identicon

Þeir sem vilja nýjan forseta geta staðfest vilja sinn á Facebook undir group "NÝJAN FORSETA".

Raskolnikof (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 21:28

5 identicon

Hvers vegna ætti hann að gera það? Til að við þurfum að fara að eyða peningum sem ekki eru til í að halda kosningar! Er ekki nóg að halda einar?

Sigríður Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 21:42

6 identicon

  Ég held helst að endurskoða ætti forsetaembættið eins og stjórnarskrána.  En ánægjulegt er það fyrir okkur stelpurnar, að enginn forsetanna hefur verið eins glæsilegur og skemmtileg persóna og hún Vigdís Finnbogadóttir.  Hún ber höfuð og herðar yfir þá alla, finnst mér.  Var þjóðinni til sóma hvar, sem hún kom.  Frábært framlag til kvenréttinda heimsins . 

Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 21:54

7 identicon

hver ert þú að dæma fyrir aðra,nú væri gaman ef við bara gæfum í botn

árni aðls (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 00:08

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Dropin holar steininn segir máltækið/Maður hefur nú meiri áhyggjur af forystu hinar nýju ríkisstjórnar/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 28.2.2009 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband