Pólitískt sjónarspil SF - valdagræðgi Ingibjargar

Ég átti kollgátuna þegar ég spáði því að Ingibjörg Sólrún myndi ekki hætta og setti á svið dramatískt sjónarspil þar sem hún myndi reyna að svífa í gegnum eigin óvinsældir aftur á þing á persónulegum vinsældum Jóhönnu Sigurðardóttur. Þarf ekki að koma neinum að óvörum. Þetta er þó með ómerkilegri pólitísku trixum síðustu ára og gefur innsýn í heim valdagræðginnar. Ingibjörg Sólrún er orðinn dragbítur á Samfylkinguna, er óvinsæl og hötuð í samfélaginu og hefur í raun verið slegin af innan eigin flokks, eins og fram kom í könnun gærdagsins þar sem hún mældist á pari við Jón Baldvin Hannibalsson.

Merkilegast af öllu er þó sú staðreynd að Ingibjörg Sólrún ætlar að fara sem sjúklingur inn í þessa erfiðu kosningabaráttu, halda öllu opnu og bjóða fram Jóhönnu sem forsætisráðherraefni. Henni dettur ekki í hug að víkja af vettvangi stjórnmála þrátt fyrir að allt efnahagskerfi íslensku þjóðarinnar hafi hrunið á hennar vakt - axlar ekki ábyrgð eins og Geir H. Haarde gerði með því að víkja af hinu pólitíska sviði og halda ekki aftur í kosningar. Hún gefur ekki flokknum sínum tækifæri til að endurreisa sig.

Ingibjörg Sólrún hefur tekið þann valkostinn að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hún notar Jóhönnu Sigurðardóttur til að lengja sitt laskaða pólitíska líf. Þetta lítur þannig út að Jóhönnu eigi að auglýsa í vor sem prímadonnu flokksins á meðan hin laskaða Ingibjörg Sólrún situr á hliðarlínunni. Jóhönnu verði svo skipt út þegar hentar og Ingibjörg komi þá til baka af fullum krafti.

Þetta er pólitískt trix af ómerkilegri sortinni. Ef Ingibjörgu væri alvara með því að gera Jóhönnu að leiðtoga Samfylkingarinnar og andliti hennar hefði hún vikið af sviðinu og látið Jóhönnu formannsstólinn eftir. Þetta er hinsvegar ekkert annað en pólitískt sjónarspil, tilraun að pólitískri reyksprengju - láta alla halda að allt hafi breyst þegar í raun hefur ekkert breyst.

En svona er pólitíska tilveran í Samfylkingunni. Það þykir í lagi að laskaðir formenn búi til forsætisráðherraefni framhjá flokksstofnunum, bara til að henta þeim þá stundina. Þetta er hið margfræga lýðræði í Samfylkingunni í hnotskurn.


mbl.is Ingibjörg býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ööö, núna bara verð ég að setja eitthvað, ekki til að verja Ingibjörgu heldur til að leiðrétta misskilning sem þú þjáist greinilega af.Mér þykir þú vera ansi fljótur að gleyma, Geir axlaði ekki neina ábyrgð. Það var alveg ljóst að hann ætlaði sér ekki frá, það var ekki fyrr en það var alveg ljóst að hann myndi ekki mæta á landsfund sem forsætisráðherra að hann tilkynnti um þá fyrirætlan sína að hætta í stjórnmálum. Það í mínum bókum er ekki að axla ábyrgð, það er meira svona að notfæra sér þá undankomu sem gafst í það skiptið. Ég allaveg skil hugtakið "að axla ábyrgð" greinilega öðruvísi en þú kæri Stefán. En það er hinsvegar gaman að sjá hvernig þið Sjálfstæðismenn náið alltaf að snúa öllu á haus og túlka það sem staðreyndir. Nú hef ég ekkert á móti málefnalegri gagnrýni hvert svo sem hún beinist, en þegar þú talar um annað fólk af öðru eins yfirlæti og þú gerir í ofangreindum pistlu þá fellur þú í sömu gryfju og þú gagnrýnir annað fólk fyrir að vera fallið í. Blessaður hættu þessu yfirlæti og farðu frekar að kljást við pólitíska andstæðinga með hugmyndir að vopni.

jónas (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 13:54

2 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Ég er nú ekki alveg sammála þér í öllu sem þú commentar hér. Ég veit ekki betur en að Geir sé að hætta í stjórnmálum vegna veikinda, en ekki að hann sé að hætta vegna þess að hann sé að axla ábyrgð á því sem að á undan er gengið. Ég man ekki betur en hann gæfi þá yfirlýsingu, en að Geir ætli að axla sér einhverja ábyrgð, það hefur hann ekki gert hingað til og mun aldrei gera. Hann hefur ekki svo ég viti til beðið þjóðina afsökunar á því hvernig komið er fyrir okkur í dag, það hefur þó einn og einn sjálfstæðismaðurinn gert (þó ekki margir). Nú ég veit ekki betur en Þorgerður Katrín, Guðlaugur Þór, o. fl. ætli að halda áfram í pólitíkini, ætti það fólk ekki að axla ábyrgð líka, og hætta? Að tala um pólitískt trix maður hlær bara að þessu, ef svo er ja þá held ég að allir flokkar stundi pólitískt trix. Að lokum ætla ég svo að taka það fram, að ég var að vonast til að Ingibjörg Sólrún mundi ekki snúa til baka, svo að það sé á hreinu. Mín trú á Jóhönnu er meiri sem forystumaður flokksins, heldur en Ingibjörg.

Hjörtur Herbertsson, 28.2.2009 kl. 13:59

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stebbi minn... þú ert svo ýktur... Þú mátt ekki alveg fara á taugum þó Sjálfstæðisflokkurinn sé á útleið úr valdastöðu á Íslandi.

Jón Ingi Cæsarsson, 28.2.2009 kl. 14:42

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það sjá allir að Geir er verulega pólitískt laskaður eftir atburðarás síðustu mánaða. Hann hefði aldrei orðið sterkur leiðtogi úr þessu. Ákvörðun hans um að hætta verður að skoðast að hluta úr því ljósi. Mér finnst það virðingarvert þegar þeir sem hafa brugðist í verkum sínum og orðið stórlega á draga sig í hlé og láta sviðið öðrum eftir. Þetta gerði Geir. Ingibjörg Sólrún gerir þetta ekki en reynir þess í stað að svífa yfir eigin óvinsældir á vinsældum annarra. Mér finnst þetta ómerkilegt. Kostulegast af öllu er að taka þrjú efstu sætin í prófkjöri frá með þessum hætti. Þetta er dapurlegt plott.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.2.2009 kl. 14:43

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þú ert mjög ýktur sjálfur Jón Ingi. Ég hef allavega getað gagnrýnt forystumenn innan míns flokks og verið heiðarlegur í því, sem er meira en þú getur sagt.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.2.2009 kl. 14:44

6 identicon

Vissulega er það rétt hjá þér að hann Geir er skaddaður, en hann ætlaði sér ekki að hætta, staðreyndirnar tala allar einu máli um það. Það var ekki fyrr en það var orðið ljóst að hann kæmi ekki til landsfundar sem forsætisráðherra að hann tilkynnti um brotthvarf sitt, slíkur verknaður virkar bara á mig (og fleiri) sem sjónarspil.

jónas (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 15:57

7 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Það er í sjálfu sér ekki hægt að gagnrýna Ingibjörgu Sólrúnu fyrir þá ákvörðun að halda áfram sem formaður Samfylkingarinnar. Mér finnst Stefán Friðrik ganga heldur langt í gagnrýni á hana og ekki við hæfi að blanda veikindum hennar inn í með þessum hætti. Við skulum ekki láta hana líða fyrir veikindi sín þó ýmsir hafi blandað veikindum formanna fyrrum stjórnarflokka ósmekklega inn í pólitískar deilur í aðdraganda stjórnarslitanna.

Ég held að við verðum að skoða þessa ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar í því ljósi að Samfylkingin þar á henni að halda eftir allt saman. Flokkurinn er í raun margar fylkingar sem henni hefur tekist að láta ganga allar í sömu átt og þokkalegri sátt og friði. Hins vegar þegar hún bregður sér af bæ þá er voðinn vís eins og dæmin sýna. Örugglega spilar einnig inn í þessa ákvörðun að Jón Baldvin, sem stýrir einni þessara fylkinga, bíður við borgarmúrinn með her sinn klár í valdabyltingu innan flokksins sem hefði þýtt upplausnarástand til lengri tíma litið.

Þannig að ef við lítum hlutlaust á málið þá gat Ingibjörg Sólrún ekki tekið aðra ákvörðun en að halda áfram og bindur vonir við að Jóhanna haldi áfram sigurgöngu sinni. Í skjóli Jóhönnu nái margir inn á þing fyrir hönd Samfylkingarinnar ef þeir láta fara lítið fyrir sér.

Jón Baldur Lorange, 28.2.2009 kl. 16:00

8 identicon

Bídu, bíddu nafni. Prófkjörinu er ekki lokið og ekki hefur þú áhyggjur af því þótt Sffólk KJÓSI hana sem fulltrúa sinn?

Stefán Benediktsson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 17:05

9 identicon

Sjálfstæðismenn ættu að halda ser til hliðar.Málflutningur þeirra er ekki marktækur vegna að komu þeirra að efnahagshruninu her á landi.

Þar eru þeir orsökin í firsta sæti.

Árni Björn Guðjónsson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 17:11

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Þú hefur allt að því óhugnanlegt innsæi Stefá.

hilmar jónsson, 28.2.2009 kl. 17:21

11 identicon

Sammála þér Stefán. Það er óskiljanleg firring hjá ISG að halda að hún hafi einhvern trúverðugleika í pólitík eftir það sem á undan er gengið. Það er greinilegt að hún telur sig vera þjóðina. Íslendingar eru sem betur fer farnir að sjá í gegnum svona mannkynslausnara með allt niðrum sig.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 17:55

12 identicon

Sæll Stefán

Þó ég sé ekki sammála mörgu sem þú leggur fram og finnst óskiljanlegt að svona vel þenkjandi piltur eins og þú sért enn sjálftæðismaður eftir alla þessa spillingu þá hittir þú naglann á höfuðið.

Ég get ekki séð betur en þú túlkir Ingibjörgu alveg hárrétt. Þessi valdagræðgi hennar er rosaleg. Það sem gæti orsakað að þetta takist er leiðtogadýrkun Íslendinga. Hún er stórhættulegt fyrirbæri, ég vona svo sannarlega að þú og ég höfum rangt fyrir okkur í sambandi við Ingibjörgu en hún á ekki að koma nálægt þinginu aftur.

Jóhann (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 18:20

13 identicon

Alveg rétt hjá þér Stefán Friðrik.

Ingibjörg Sólrún, ekki meir, ekki meir. . . . . . . . !

Hvers eigum við að gjalda ?

Og við sem erum ekki einu sinni þjóðin hennar !

Af hvaða þjóð skyldi hún annars telja sig vera !

Ingibjörg Sólrún er mesti og versti hrokagikkur í Íslenskum stjórnmálum síðan Davíð Odddson hætti !

Hefur lengi verið ofmetnaðisti stjórnmálamaður Íslandssögunar, þó svo hún hafi reyndar gengið fram af stórum hluta þjóðarinnar undanfarna mánuði !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 19:55

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þetta er einfaldega röng ákvörðun hjá þeim systrum. Þetta á eftir að kosta sf mikið.

Óðinn Þórisson, 28.2.2009 kl. 20:19

15 identicon

Man nú enginn lengur, að " heilög" Jóhanna var einnig á vaktinni þegar allt sprakk ??!

 Og hver eru afrekin eftir fyrsta mánuðinn sem forsætislesba ?

 Jú, lög á Seðlabankastjórana !-já, miklir menn erum við Hrólfur minn!

 Rómverjar hefðu kallað þetta.: " Dare pondus idonea fumo" - þ.e. " Algjörlega vonlaus" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 21:57

16 identicon

Sammála Jón Inga, tími Sjálfstæðisflokksins er liðinn. Hvað varðar Geir vin þinn, þá á hann að vera búinn að segja af sér fyrir löngu.

Af því þú sakar Jón Inga um að vera ekki gagnrýnin, þá er þín gagnrýni alltaf mjög "safe". Þeir eru allir að hætta sem þú gagnrýnir, þannig þú þarft ekkert að takast á við þá.

Kveðja

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 22:44

17 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Alveg óþarfi að benda á mig og segja að ég hafi varið forystu Sjálfstæðisflokksins eftir hrunið. Ég sagði löngu áður en Geir tilkynnti um brotthvarf sitt að skipta ætti um forystu í flokknum og þeir ættu að fara sem hefðu verið á vaktinni. Hef margoft endurtekið þetta síðan og sjálfur ætla ég að kjósa nýja forystu í flokkinn á landsfundi og hvet alla flokksmenn til að velja fólk utan ráðherrahópsins síðast í prófkjörinu.

Annars eru allir ráðherrarnir síðast farnir af sviðinu nema Þorgerður, Guðlaugur og Einar. Allir Samfylkingarráðherrarnir síðast ætla fram aftur. Augljóst er að Geir og Árni, sem voru í hinu margfræga lykilráði sem var í samskiptum við Seðlabankann eru farnir af sviðinu en enn situr ISG eftir. Ábyrgð hennar er mikil og hana getur hún ekki flúið.

Auðvitað er búið að taka fyrstu sætin frá. Hverjir aðrir bjóða sig fram í fyrstu tvö sætin t.d. nafni?

Stefán Friðrik Stefánsson, 1.3.2009 kl. 00:17

18 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ólafur Sveinn: Þetta er mjög ómerkilegt komment frá þér. Ég talaði harkalega gegn Árna Johnsen fyrir síðustu kosningar og var eini flokksmaðurinn sem þorði að fara í viðtal gegn honum. Ég talaði fyrir afsögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar sem flokksleiðtoga í Reykjavík löngu áður en hann fór frá, löngu fyrir blaðamannafundinn í febrúar 2008. Ég vildi að skipt yrði um forystu í flokknum áður en Geir tilkynnti ákvörðun sína og ég vildi að Árni Mathiesen segði af sér, sú skoðun kom strax eftir bankahrunið. Ég hef verið ófeiminn að gagnrýna minn flokk ef ég hef verið ósáttur við eitthvað og aldrei verið feiminn að tjá sig. Komment þitt er því frekar aumt í besta falli.

Stefán Friðrik Stefánsson, 1.3.2009 kl. 00:19

19 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Mig grunar að ákvörðun Ingibjargar sé a.m.k. ekki eingöngu vegna hennar eigin áforma um að gera "comeback" síðar, heldur einnig vegna þess sameiningartákns innan flokksins sem hún hefur verið. Því miður hefur verið erfitt fyrir Samfylkinguna að halda sér einsleitri, og hún er sá formaður sem langmest sátt hefur ríkt um. Mun meiri en myndi ríkja um Jóhönnu, Jón Baldvin eða einhvern annan held ég.

Það á eftir að koma í ljós hvort þetta var þess virði, en mér finnst Ingibjörg hafi staðið sig vel í utanríkismálum, og hef trú á að hún geti komið góðu áleiðis í öðrum málefnum. Þó finnst mér líklegt að hún þyrfti helst að taka sér 1-2 ár í hvíld vegna veikinda sinna, til að geta starfað aftur af fullum krafti.

Steinn E. Sigurðarson, 1.3.2009 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband