Lögregluofbeldi í Seattle

Myndklippan af lögregluofbeldinu í Seattle hefur eðlilega vakið heimsathygli. Ekki aðeins vegna þess að lögreglumaður missir stjórn á sér heldur að ráðist er á fimmtán ára stelpu. Klippan segir sína sögu. Svona vinnubrögð eru alltaf til skammar fyrir lögregluna í heild sinni. Gott dæmi um þetta hérlendis var þegar lögreglumaður missti stjórn á sér og tók unglingsstrák kverkataki í 10-11 verslun á síðasta ári.

Lögreglan er mikilvæg í hverju samfélagi, enda á hún að gæta að lögum og rétti. Þegar laganna vörðum verður alvarlega á þarf að tala um það og gera það opinbert.

mbl.is Lögreglumenn réðust á 15 ára stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona til varnar löggunni þá geta krakkar á þessum aldri verið ansi skelfilegir, bæði í kjafti og athöfnum,

Það er ekki til neitt sem heitir að hætta hjá þeim, hvað vitum við hvað hún sagði við þessa löggu? E-ð um konuna hans eða börn.

Það vantar stórann hluta af fréttinni þegar ekkert er hljóðið og kannski líka búið að klippa myndina til.

Einar Kristjáns (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 18:07

2 Smámynd: Gunnar

Einar: Það skiptir engu máli hvað hún sagði við þá, engin orð frá henni geta réttlætt þetta.

Gunnar, 2.3.2009 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband