Heiðarlegt uppgjör í Valhöll - hvað gerir SF?

Mér finnst skýrsla endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins traust og gott plagg. Þar er talað hreint út um mistökin sem urðu á síðustu árum. Þetta er heiðarlegt uppgjör af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Þar er talað opinskátt og afgerandi um mistökin og hvergi hikað í alvöru uppgjöri. Enginn vafi leikur á því að Sjálfstæðisflokkurinn þarf í prófkjörum eftir hálfan mánuð og á landsfundi síðar í þessum mánuði að tala hreint út og velja forystu sína nýju fólki sem stendur utan lykilákvarðana síðustu ríkisstjórnar.

Á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn fer í gegnum mikla breytingartíma, sannkallaða hreinsunarelda, heiðarlega uppstokkun á forystusveit sinni, eru engar breytingar í hinum ríkisstjórnarflokknum sem var á vaktinni þegar allt hrundi. Núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins er að hætta í stjórnmálum og auk þess hættir fyrrverandi fjármálaráðherra öllum afskiptum af stjórnmálum. Alls óvíst er vissulega hvað gerist í prófkjörum á landsvísu en flest bendir þó til mikilla breytinga.

Samfylkingin ætlar að bjóða upp á sama flokksformanninn í kosningunum í vor og forsætisráðherraefni hans verður einn af ráðherrum ríkisstjórnarinnar þegar allt hrundi. Þar hefur auk þess verið handvalið í þrjú efstu sætin í Reykjavík á blaðamannafundi forystunnar. Foringjapólitíkin er algjör þar og enginn axlar ábyrgð eða dregur sig í hlé. Enn situr Samfylkingin við völd með sama fólkið.

Skýrsla endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins er uppgjör á liðnum tímum. Slíkt uppgjör verður að fara fram og þeir sem leiddu flokkinn á þessu tímabili verða að víkja af sviðinu, annað hvort fara sjálfir eða verða hafnað í prófkjöri í vor. Þar verður að taka til og þessi skýrsla gefur vísbendingar um hver hugur flokksmanna er. Engin tæpitunga er töluð.

Nýir tímar þýða uppgjör á gamla tímanum og heiðarlegt mat, endurmat á því sem aflaga fór. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt og sannað að hann þorir að fara í þá vinnu ólíkt Samfylkingunni sem klappar allt sitt gamla lið aftur upp á sviðið.

mbl.is Stefna brást ekki, heldur fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kallarðu þennan kattarþvott virkilega uppgjör!!!!!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 17:01

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það er nú heiðarleikinn, kenna einhverjum aðilum (sem liklegast hafa legið vel við höggi) um það hvernig "framkvæmd" stefnu Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafi brugðist.

Mér finnst alveg með ólíkindum, að Sjálfstæðisflokkurinn geti sagt að stefnan hafi ekki brugðist.  Sú stefna að gefa bankakerfinu lausan tauminn brást.  Sú stefna að selja bankana til aðila, sem ekki kunnu að reka þá, brást.   Sú stefna að setja krónuna á flot án stuðnings frá stærra myntkerfi brást.  Sú stefna að taka upp verðbólgumarkmið með skammtímamarkmið hún brást.

Marinó G. Njálsson, 1.3.2009 kl. 17:19

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hvað kemur út þegar

1. Mál sett í rannsókn

2. Rannsóknaraðilar eru flokksmenn og þátttakendur.

3. Rannsakendur þekkja ekki annað en flokkinn og eru allir flokksbundnir

4. Rannsóknarmenn eru að hluta þátttakendur í slysinu.

5. Flokkurinn hefur ráðið málaflokknum í 18 ár.

Finnst þér líklegt Stebbi að nokkur maður trúi að þessi rannsókn og skoðun sé gegnsæ og heiðarleg.... við erum ekki kjánar.... kjósendur.

Jón Ingi Cæsarsson, 1.3.2009 kl. 17:47

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þetta er mjög tæpitungulaus skýrsla og mjög ákveðin gagnrýni á þá forystumenn sem réðu för. Ég hef ekki í mörg herrans ár séð aðra eins afgerandi gagnrýni og uppgjör á innri málum, einu umdeildu tímabili, í íslenskum stjórnmálum. Þið getið þá bent mér á þann flokk sem hefur lagt í annað eins verkefni og verið jafn afgerandi. Þetta er mjög heiðarlegt uppgjör. En þeir geta svosem trútt um talað Samfylkingarmenn sem ekkert horfa inn á við í uppgjöri og ætla að kjósa aftur sama liðið gagnrýnislaust.

Stefán Friðrik Stefánsson, 1.3.2009 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband