Unglingaátökin í Reykjavík

Átök unglinganna, með hníf og barefli á götum Reykjavíkur í kvöld, er svolítið merkileg viðbót við þá umræðu að ofbeldi sé að aukast meðal unglinga í skólum landsins. Fræg eru málin frá Selfossi og Sandgerði sem hafa vakið mikla athygli og opnað umræðuna bæði um ofbeldisþróun og einelti þar sem hópar ráðast saman á einn eða tvo og jafnvel eldri einstaklingur ræðst á yngri. Þetta er mjög vond þróun sem við sjáum afhjúpast með þessu.

Þegar unglingar eru farnir að slást með hnífum er oft mjög stutt í skelfilegan harmleik. Öll munum við eftir sorglegum málum í London þar sem ungmenni hafa dáið eftir hnífaárásir í slagsmálum þar sem hópast er á einn stundum eða einhver saklaus áhorfandi verður fyrir stungu. Þetta er þróun sem við höfum heyrt af í fjölmiðlum en viljum ekki að verði íslenskur veruleiki.

Eðlilegt er að hugleiða hvert stefnir í slíkum ofbeldismálum, hvort þetta sé einangrað tilfelli eða almennur vandi sem er að koma í ljós.

mbl.is Átök milli ungmenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kannski umræðan skapi ofbeldið. Vanrækt börn eflast í því sem athygli vekur. Það er ekkert nýtt í félagsfræði og sálfræði.  Mikil umræða um sjálfsmorð unglinga hefur sýnt sig afgerandi að auka þau verulega og allt að faraldsfræðilega. Þessvegna er lítið verðið að hafa orð á því.

Að skapa hysteríska umræðu um þetta í stað þess að treysta fólki til að taka á vandanum er kannski stór hluti vandans. Heldur þú til dæmis að þrýstingur sjálfskipaðra réttlætispostula hafi gert eitthvað gott með að fá nemendur rekna úr skóla fyrir slagsmál? 

Ert þú að gera þessu gagn með þessum pistli eða ertu að sveipa þig þessum réttlætisljóma líka? 

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2009 kl. 02:19

2 identicon

ungmenni verða alltaf ungmenni og því fréttnæmari sem þau verða, því mun áberandi munu slagsmál þeirra verða.... eða hvað?

gulli (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 03:33

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þetta er aðkomufólk.

Utanbæjarfólk --svona var --og er sagt á Akureyri, ef eitthvað fer úr böndunum á djamminu þar.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 6.3.2009 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband