Mikilvægt að leggja meira í rannsóknina

Ég held að enginn geti dregið í efa ummæli Evu Joly um að auka þarf verulega umfang rannsóknar á efnahagsbrotum í hruni fjármálakerfisins. Fleiri þarf til verksins og það þarf að hafa fókusinn einbeittan. Nýjustu fréttir, sérstaklega af lánabók Kaupþings um helgina, gefa til kynna hversu erfið og umfangsmikil þessi rannsókn verður. Vanda þarf til verka, fá erlenda sérfræðinga að verkinu með þeim íslensku sem þegar hafa tekið til starfa og auka umfangið. Ekki veitir af.

Fyrirlestur Evu Joly í dag gefur til kynna að hún telur að menn hafi misnotað aðstöðu sína umtalsvert og farið yfir strikið. Ástæða er til að ætla að það sé rétt. Efasemdir hafa aðeins aukist um málið eftir að meira hefur komið í ljós. Þetta virðist vera mikið fen spillingar og óráðsíu. Vanda þarf öll verk í þeirri rannsókn og tryggja að allt sé gert eins fagmannlega og best verður á kosið.

mbl.is Gagnrýnir fámenna rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband