Kópavogur með Íslandsmetið í Útsvari

Vil óska Hafsteini, Víði og Kristjáni til hamingju með að sigra í Útsvari og tryggja þar með Kópavogi Íslandsmetið í Útsvari annað árið í röð. Hef fylgst með Útsvari af miklum áhuga í vetur. Þetta er ágætis spurningaþáttur, í og með svolítið dreifaralegur og skemmtilega hallærislegur í einfaldri umgjörð sinni.

Litasamsetningin í settinu og kynningarstiklunni, auk hins einfalda en smellna stefs er hallærisleg en flottur heildarpakki utan um pottþétt form á sjónvarpsefni sem allir fylgjast með, allavega með öðru auganu þó þeir vilji ekki viðurkenni það og stundum þeim báðum.

Alltaf er gaman að horfa á spurningaþætti og stemmningin var hin besta í þessum pakka. Þóra og Sigmar hafa staðið sig vel að halda utan um þáttinn. Liðin oftast nær verið mjög góð og fókusinn er hraður og góður.

Sumir hafa ekki tekið sig alvarlega, sem er mjög gott í og með. Enda á þetta að vera mest til gamans gert og baráttuhugurinn í keppninni á að vera að standa vörð um heiður sinnar heimabyggðar.

Sumir hafa gagnrýnt að keppnin sé að verða vettvangur fornra Gettu betur kappa. Má vera. Kannski er ágæt blanda að hafa þá inn á milli. En það er gott að hafa metnað í þessari keppni með öðru.

mbl.is Kópavogur vann Útsvarið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Æ, þessir strákar i Kópavogsliðinu eru algerlega  úr takti við það sem keppnin gengur út á, einmitt að hafa gaman af þessu, taka þetta ekki of hátíðlega.  Ömurlega leiðinlegir gúbbar í annars frábærum þætti, sem væri fullkominn ef Kópavogurinn hefði teflt fram húmoristum eins og hin liðin.

Ég gef Kóavogi falleinkunn fyrir vikið.

HP Foss, 14.3.2009 kl. 00:54

2 Smámynd: Egill Óskarsson

Haha, fannst þér Kópavogsliðið ekki hafa gaman af þessu HP? Í fyrra unnu þeir með Örn Árnason spaugstofuliða innanborðs og sá sigur var í raun öruggari en í ár. Ég sá svo ekki betur en að allavega hluti Árborgarliðsins teldi þetta snúast um meira en að hafa gaman af keppninni fyrir viku síðan.

Munurinn á Kópavogi og eiginlega öllum öðrum sveitarfélögum var sá að í stað þess að hafa einn 'fulltrúa' yngri kynslóðarinnar í liðinu var liðið skipað af tveimur ungum strákum sem hafa gaman af spurningakeppnum. 

Egill Óskarsson, 14.3.2009 kl. 05:05

3 identicon

Þarna er ég nú fullkomlega sammála þér frændi, hverju einu og einasta orði!

Hrafn Eiríksson (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband