Undarleg könnun frá stuðningsmönnum GÞÞ

Kjörfundur er hafinn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þar er fjöldi góðs fólks í kjöri og ég vona að þar takist vel til að velja sigurstranglega lista. Mér finnst merkilegt að á fyrri kjördegi birti stuðningsmenn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar skoðanakönnun sem þeir hafa gert sjálfir án atbeina óháðra aðila til að sýna fram á styrkleika síns manns. Þetta er með furðulegri könnunum sem ég hef séð mjög lengi, enda er þar hvergi hægt að sýna fram á hver gerði viðkomandi könnun eða hvort hún sé trúverðug.

Þetta er eitthvað undarlegt trix, innlegg í umræðuna, sýnist mér. Miðað við vinnubrögðin í símhringingum og fleiru sem ég hef heyrt af síðustu daga finnst mér þetta ekki vegleg viðbót fyrir þá sem harðast ganga fram í skítkasti og óhróðri. Þetta eru vinnubrögð sem eru sorgleg í prófkjörsátökum pólitískra samherja, sem eru eins og leðjuslagur. Þetta eru vinnubrögð sem mér hugnast ekki.

Ég hvet flokksmenn í Reykjavík til að kjósa Illuga Gunnarsson í fyrsta sætið!

mbl.is Stuðningsmenn Guðlaugs segja hann hafa forystu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Mikið er ég sammála þarna Stefán Friðrik. Þarna vantar frekari upplýsingar um hlutina. Menn eru farnir að nota alls kyns aðferðir til að ná fram markmiðum sínum. Sér fólk ekki í gengum svona hluti? Nú hafa flokkarnir - sjálfstæðisflokkurinn líka að mér skilst-, hvatt frambjóðendur til að stilla kostnaði sínum í hóf eins og það er orðað.Hér eru frambjóðendur farnir að kaupa einkaskoðanakönnun! Hvað ætli svona könnun kosti? Gerir flokkurinn engar athugasemdir við svona aðferðir? Kæmi mér samt ekki á óvart að þetta yrði látið óátalið!!

Þetta er sorgleg þróun í lýðræði, svo maður tali ekki um sorgleg þróun í hinu s.k. Nýja Íslandi!

Kveðja,

Muggi.

Guðmundur St Ragnarsson, 13.3.2009 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband