Prófkjörshugleiðingar

Ég er mjög ánægður með hversu vel tókst til í prófkjöri okkar sjálfstæðismanna um helgina. Allt skipulag og vinnuferlið gekk mjög vel og ég er sáttur með niðurstöðuna. Tel að þetta sé góður listi sem flokksmenn völdu og er sérstaklega sáttur við að við fengum Tryggva Þór Herbertsson í framboð. Hann hefur allavega ekki átt erfitt með að komast í umræðuna og hefur stimplað sig allhressilega inn í pólitíkina.

Á kjördegi var ég að vinna í Oddeyrarskóla, enda í kjörstjórn. Við áttum góðan dag saman, enda öflugt fólk að vinna þar saman og spjallið var skemmtilegt í kjördeildum eða kaffipásunum. Vil þakka Önnu Þóru, Bjössa, Mæju, Jóni Oddgeiri, Sigrúnu Björk, Bjarna, Gullu, Oktavíu, Gunni, Þóru, Jóni Viðari, Kolbrúnu, Sölva, Þórði, Benjamín, Önnu Jenný og öllum öðrum fyrir skemmtilega samvinnu í þessu ferli.

Sérstakar þakkir fær Helga Ingólfs fyrir frábærar veitingar og halda vel utan um kaffideildina á kjörstað. Þetta er frábært teymi. :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband