Heiðarleiki í vafa - tengsl Logos við Baug ljós

jajlogos1
Tilraunir forsvarsmanna lögfræðistofunnar Logos að neita tengslum við Baug voru pínlega vandræðalegar. Heiðarleikinn var undir og þeir glötuðu honum sjálfir með því að reyna að ljúga sig frá augljósum staðreyndum. Myndin af Jóni Ásgeiri, að koma út úr húsakynnum Logos eftir krísufund vegna FL Group, er nóg ein og sér til að vekja efasemdir, ekki þarf að grafa dýpra. Mér finnst þetta afleitt.

Þeir sem eiga að taka að sér stærsta gjaldþrotamál í Íslandssögunni standa ekki undir lágmarks kröfum um heiðarleika, þeir misstu hann á fyrsta degi. Svo er ljóst nú að skiptastjórinn kom eigum sínum undan. Ekki glæsilegur upphafsreitur sem hann er á þessi maður.

Þetta verður að taka fyrir frá grunni og skipta um þann sem heldur utan um þetta risavaxna gjaldþrot. Trúverðugleikinn er undir, heiðarleikinn er þegar farinn.

mbl.is Víðtæk tengsl við Baug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Er maður orðinn þreyttur á þessum endalausum lygum alltaf hreint. Rosalega virðist vera erfitt að vera heiðarlegur í dag?????????

Guðmundur St Ragnarsson, 17.3.2009 kl. 12:09

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Amen - Alveg sammála. Og kom skiptastjórinn eigum sínum undan? Hvaðan hefurðu það? Forvitnileg lesning það gæti ég trúað...

Rúnar Þór Þórarinsson, 18.3.2009 kl. 05:50

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þetta kom fram á vefmiðlum í gær, Rúnar.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.3.2009 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband