22.3.2009 | 22:09
Gríðarlegt klúður Gylfa - ómerkileg framkoma
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, fór mjög illa að ráði sínu þegar hann tilkynnti um endalok Spron á laugardegi án þess að hafa undirbúið starfsmennina undir áfallið mikla. Öllum er ljóst að nær allir starfsmenn hafa misst vinnuna. Að tilkynna slíka niðurstöðu án þess að hafa hag fólksins sem vann hjá fyrirtækinu að leiðarljósi er hrein lágkúra og þessum umboðslausa ráðherra algjörlega til skammar.
Þessi viðskiptaráðherra hefur reyndar áður afhjúpað sig sem algjöran fimmaurabrandara, einkum í grein til Tryggva Þórs Herbertssonar. Þar talar hann eins og pólitískur fulltrúi, en ekki umboðslaus ráðherra í boði vinstriflokkanna, sem völdu hann til verka í hreinum pópúlisma og hafa sleppt honum lausum eins og grimmum varðhundi, sem eigandinn ætlar þó ekki að bera neina ábyrgð á.
Ég tek undir með starfsfólki Spron. Þessi ráðherra er hreinn brandari og ætti að skammast sín fyrir framkomuna á þeim sem missa vinnuna hjá þessu forna fjármálaveldi.
Þessi viðskiptaráðherra hefur reyndar áður afhjúpað sig sem algjöran fimmaurabrandara, einkum í grein til Tryggva Þórs Herbertssonar. Þar talar hann eins og pólitískur fulltrúi, en ekki umboðslaus ráðherra í boði vinstriflokkanna, sem völdu hann til verka í hreinum pópúlisma og hafa sleppt honum lausum eins og grimmum varðhundi, sem eigandinn ætlar þó ekki að bera neina ábyrgð á.
Ég tek undir með starfsfólki Spron. Þessi ráðherra er hreinn brandari og ætti að skammast sín fyrir framkomuna á þeim sem missa vinnuna hjá þessu forna fjármálaveldi.
Tilfinningaríkur fundur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Síðuritari
Stefán Friðrik Stefánsson
Ég er í fáum orðum sagt: bjartsýnn, jákvæður, áhugamaður um pólitík, sjálfstæður, kaldhæðinn, skapheitur, kvikmyndafrík, bókaormur, Akureyringur, tónlistarspekúlant og Brekkusnigill. Netfang (MSN): stebbifr@simnet.is
Nýjustu færslur
- Gert upp við úrslit kosninga á Akureyri
- Afgerandi umboð Boris - pólitískar áskoranir nýs leiðtoga
- Boris Johnson og Jeremy Hunt berjast um Downingstræti 10
- Boris með fullnaðartök í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins
- Boris hálfnaður í mark - ráðherraslagur um sæti í einvíginu
- Aukin spenna í einvíginu um Downingstræti 10
- Boris Johnson á sigurbraut
- Sögulegur sigur hjá Trump - áfall fyrir demókrata
- Boris í lykilráðuneyti - klókindi hjá Theresu May
- Kvennabylgja fylgir Theresu May í Downingstræti 10
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Adda Laufey
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Steinunn Þengilsdóttir
- Anton Þór Harðarson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Atli Fannar Ólafsson
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Auðun Gíslason
- Auður Björk Guðmundsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Ágúst Bogason
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Árni Árnason
- Árni Helgason
- Árni Matthíasson
- Árni Torfason
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Guðmundsson
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásta Möller
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Barði Bárðarson
- Bárður Ingi Helgason
- Bergur Thorberg
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bessí Jóhannsdóttir
- Birgir Ármannsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Birgir R.
- Birgir Örn Birgisson
- Birgir Örn Birgisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
- Björgvin Þóroddsson
- Björk Vilhelmsdóttir
- Björn Emilsson
- Björn Kr. Bragason
- Björn Magnús Stefánsson
- Bleika Eldingin
- Blog-andinn Eyvar
- Borgar Þór Einarsson
- Bókaútgáfan Hólar
- Braskarinn
- Breki Logason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Bryndís Helgadóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Brynja skordal
- Bumba
- Bwahahaha...
- Böðvar Sturluson
- Carl Jóhann Granz
- Daði Einarsson
- Dagný
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Jóhannsson
- Davíð Þór Kristjánsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- DÓNAS
- Dóra litla
- Dunni
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Einar B Bragason
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Helgi Aðalbjörnsson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sigurjón Oddsson
- Einar Örn Gíslason
- Einhver Ágúst
- Eiríkur Sjóberg
- Elfur Logadóttir
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Elliði Vignisson
- Ellý Ármannsdóttir
- Elmar Geir Unnsteinsson
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- E.Ólafsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- ESB
- Ester Júlía
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eygló Sara
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Fannar Gunnarsson
- Fararstjórinn
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Fishandchips
- FreedomFries
- Freyr Árnason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fræðingur
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerald Häsler
- Gestur Guðjónsson
- Gils N. Eggerz
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gísli Blöndal
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Grazyna María Okuniewska
- Grímur Gíslason
- gudni.is
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Guðmundur H. Bragason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur Jóhannsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar R. Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gylfi Björgvinsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Götusmiðjan
- HAKMO
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Borgþórsson
- Hallgrímur Óli Helgason
- Handtöskuserían
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Haraldsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Haraldur Pálsson
- Haukur Kristinsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Heiða Þórðar
- Heiðrún Lind
- Heimir Hannesson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heimskyr
- Heimssýn
- Helga Dóra
- Helga Lára Haarde
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Helga skjol
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hersir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Himmalingur
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Kristjánsson
- Hlynur Sigurðsson
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Hommalega Kvennagullið
- Hrafn Jökulsson
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Hugrún Jónsdóttir
- Hugsanir
- Hulda Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Hægrimenn í Menntaskólanum á Akureyri
- Icelandic fire sale
- Inga Dagný Eydal
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Ingi Þór Ágústsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Gíslason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ívar Jón Arnarson
- Jakob Falur Kristinsson
- JEA
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Alfreð Kristinsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Kristjánsson
- Jóhann Waage
- Jóhann Þorsteinsson
- Jón Agnar Ólason
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Ingi Stefánsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Sigurðsson
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- jósep sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Valsson
- Kafteinninn
- Karl Gauti Hjaltason
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kári Finnsson
- Kári Sölmundarson
- Kári Tryggvason
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Magnússon
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Vídó
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Gígja Gunnarsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Kristín Hrefna
- Kristján Freyr Halldórsson
- Kristján Hreinsson
- Kristján L. Möller
- Kristján Pétursson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Lilja G. Bolladóttir
- Lilja Ingimundardóttir
- Listasumar á Akureyri
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Logi Már Einarsson
- Maður dagsins
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Sverrisdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Guðjóns
- María Magnúsdóttir
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Marta Guðjónsdóttir
- Matthias Freyr Matthiasson
- Mál 214
- Methúsalem Þórisson
- MIS
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Myndlistarfélagið
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Námsmaður bloggar
- Oddur Helgi Halldórsson
- Óðinn
- Óðinn Þórisson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólafur N. Sigurðsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ólafur Valgeirsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Nielsen
- Óli Sveinbjörnss
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf Kristín og Ólöf Rut
- Ólöf Nordal
- Ómar Pétursson
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Sigurðsson
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Óskar Örn Guðbrandsson
- Óttar Felix Hauksson
- Óttarr Makuch
- Óþekki embættismaðurinn
- Panama.is - veftímarit
- Paul Nikolov
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Heimisson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Kristbjörnsson
- Páll Rúnar Elíson
- Páll Sævar Guðjónsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Gunnarsson
- peyverjar
- Pétur Björgvin
- Pétur Sig
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Pjetur Stefánsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Rafn Gíslason
- Ragnar Arnalds
- Ragnar Bjarnason
- Ragnar Ólason
- Ragnar Páll Ólafsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Reynir Antonsson
- Reynir Jóhannesson
- Róbert Þórhallsson
- Ruth
- Rúnar Birgir Gíslason
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Óli Bjarnason
- Rúnar Þórarinsson
- Rýnir
- Samtök Fullveldissinna
- Saumakonan
- Señorita
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gísladóttir
- Sigríður Hrönn Elíasdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður Ingi Jónsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigvaldi Kaldalóns
- Sindri Kristjánsson
- Sjálfstæðissinnar
- Sjensinn Bensinn
- Skafti Elíasson
- Snorri Bergz
- Snorri Sigurðsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Stefanía
- Stefanía Sigurðardóttir
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Þór Helgason
- Stefán Þórsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steingrímur Helgason
- Steini Bjarna
- Steinn E. Sigurðarson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stjórn Eyverja
- Sunna Dóra Möller
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Kári Daníelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Tryggvason
- Sverrir Einarsson
- Sverrir Stormsker
- Sverrir Þorleifsson
- Sverrir Þór Garðarsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Thelma Ásdísardóttir
- Theodór Bender
- ThoR-E
- Tiger
- Tíðarandinn.is
- TómasHa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Trúnó
- Tryggvi F. Elínarson
- Tryggvi Gíslason
- Tryggvi H.
- Unnur Brá Konráðsdóttir
- Úlfur
- Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta
- valdi
- Valdimar H Jóhannesson
- Valgeir Ómar Jónsson
- Valsarinn
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vestfirðir
- viddi
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Viktor Borgar Kjartansson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
- Vinir Ítalíu,VITA
- Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag
- VÞV
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þjóðleikhúsið
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- Þorleifur Leó Ananíasson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Gunnarsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Magnússon
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Steinn Guðmunds
- Þórður Vilberg Guðmundsson
- Þórir Aðalsteinsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þráinn Árni Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Örvar Már Marteinsson
Athugasemdir
Ertu með mikið ryk í augunum?
Afhverju að gagnrýna Gylfa Magnússon fyrir þetta? Á ótrúlegan hátt þá tókst stjórnendum SPRON að reka sparisjóð í þrot!!! Það er skelfilegt með tilliti til þess hlutverks sem sparisjóðir gegna. Er það ekki stjórnendur sem hefðu getað undirbúið þetta betur og stjórnendur vissu alveg í hvað stefndi þessa helgina.
Kallaðu hlutina því nafni sem þeir heita...
Stofnfjáreigandi (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 22:49
Afhverju átti viðskiptaráðherra að búa starfsfólkið undir áfallið? Var það hans hlutverk? Hafði fyrirtækið ekki stjórn og var það ekki hennar að búa fólkið sitt undir reiðarslagið? Þú ert í rauninni að segja að stjórnin hafi ekki vitað hvert stefndi og komið jafn mikið af fjöllum og starfsfólkið þegar tilkynningin kom. Þú veist betur en svo. Yfirstjórn SPRON rækti einfaldlega ekki skyldur sínar, hún keyrði fyrirtækið á hliðina og núna felur hún sig á bak við ráðherrann. Skömm hennar er mikil og ævarandi.
caramba (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 23:00
Það er dálítið sérstakt af þér Stefán að bera klúður upp á viðskiptaráðherra. Ég veit ekki betur en að það hafi verið aðrir menn sem ráku þessi félög í þrot.
Annað sem þú gerir þér ekki grein fyrir. Ráðherrar þurfa ekki umboð kjósenda. Í raun er afleit sú hefð sem hér hefur skapast að ráðherrar séu einnig sitjandi þingmenn.
Annars er ástæðulaust að elta ólar við þig um þetta því það sem þú skrifar er náttúrulega litað af hvolpslegri löngun þinni til að gleðja þína samherja og ástæðulaust að láta slík tækifæri gjalda sannleikans. Það eru jú að koma kosningar.
Sigurður Ingi Jónsson, 22.3.2009 kl. 23:06
Ég er sammála. Þessi maður er búnn að vera sér til stórskammar undanfarna daga. Að ég tali nú ekki um tilltsleysið......
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 23:24
Við skulum ekki fara að kenna Gylfa um það hvernig fyrir Srpon er komið. Hann ber ekki ábyrgð á því.
Ef ég heyrði rétt þá ert þú og ég að tapa 180 milljörðum á Spron og Icebank. Fjárlög Íslenska ríkisins eru rúmir 400 milljarðar. Síminn var seldur á 70 milljarða. Það er ekki svo að það eru einhverjir erlendir lánadrottnar sem eru að tapa þessu fé, það er Seðlabanki Íslands sem er að tapa þessu fé, það ert þú og ég sem erum að tapa þessu fé.
Með fullri virðingu fyrir þessu fólki sem þarna er að missa vinnuna þá hafa líklega í sögu Íslensku þjóðarinnar aldrei jafn fáir tapað jafn miklu af sameiginlegu fé okkar.
Auðvita bar viðskiptaráðherra að tilkynna það strax í fjölmiðlum að Fjármálaeftirlitið væri búið að taka yfir Spron og Icebank.
Það er ósanngjarnt að reiðinni sé beint að viðskiptaráðherra. Reiðin á að beinast að sparisjóðsstjóranum og stjórn sjóðsins. Þeirra er ábyrgðin. Þeir töpuðu næstum hálfum fjárlögum Íslensku þjóðarinnar. Ég og þú eigum að boga.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 22.3.2009 kl. 23:32
Og hvernig, Stebbi minn, hefði Gylfi þá átt að standa að þessu?
Átti hann að kalla saman alla starfsmenn SPRON saman í skyndi á laugardegi.
Slíkt hefði tekið marga tíma og á meðan væri starfsmenn í algjörri óvissu, hlustandi eftir hverri kjaftasögunni á eftir annarri sem alltaf fara á flug í þannig óvissu.
Auðvitað var þetta hörmulegt fyrir starfsfólk SPRON að heyra þetta svona í beinni, en ég sé ekki neina betri leið.
Svona er best að gera um helgar til þess að tími gefist til að undirbúa yfirfærsluna til Kaupþings, sem mér skylst að hafi verið unnið að í allan dag.
Það má segja að það sé ljótt að gera grín að hugmyndum fólks eins og Gylfi gerði í greininni um Tryggva Þór og Herbert.
Pólitíkus hefði líklega tekið heila Moggasíðu undir grein sem fáir nenntu að lesa og enn færri botnuðu í.
Grein Gylfa var hins vegar örstutt og útskýrði gallana við hugmyndir Tryggva Þórs þannig að grunnskólabörn gátu skilið það - og hlegið síðan að henni.
Ingólfur, 22.3.2009 kl. 23:35
Það er ekki um það deilt að stjórnendur Spron höfðu farið illa með fyrirtækið og staðið sig mjög illa. Endalokin voru óumflýjanleg.
Meðferð stjórnvalda á starfsmönnunum er hinsvegar óverjandi og siðlaus. Fólkið sem hefur talað svo fjálglega um það að verja fólkið í landinu fyrir áföllum og standa skjaldborg um það, láta það ekki fara illa út úr vandanum og taka ómaklegan skell, fer mjög illa með starfsmenn Spron. Þeir frétta af endalokunum í fjölmiðlum. Þetta er óeðlileg framkoma. Hreint út sagt.
Er þá ekkert verið að fegra stjórnendur Spron með því orðavali. Þeir taka sinn skell. En framkoma þeirra sem hafa skreytt sig með því að vinna hag fólksins koma fram við starfsmenn Spron eins og þeir séu tilfinningalaus vélmenni sem hægt sé að skáka með ómannúðlegum hætti.
Stefán Friðrik Stefánsson, 22.3.2009 kl. 23:38
Það er greinilega ekki sama hver eða hverjir eiga í hlut.
Man ekki betur en að Davíð og fyrrverandi ríkisstjórn hafi verið úthrópaðir í okt. fyrir bankaaðgerðirnar.
Við erum kannski orðin svona sjóuð, að það þyki ekki tiltökumál að yfirtaka tvö stykki Sparisjóði síðdegis.
Stefanía, 22.3.2009 kl. 23:45
Hvernig átti Gylfi að tilkynna þetta? Geturðu svarað því?
Ingólfur, 22.3.2009 kl. 23:49
Stefanía, auðvitað er það stórmál af Ríkið hafi þurft að taka SPRON yfir.
Hins vegar á það langan aðdragenda sem var í raun byrjaður löngu fyrir bankahrunið í Haust.
Það má eiginlega segja að fall SPRON hafi byrjað með því að þar fundu ákveðnir aðilar "fé án hirðis" og hirtu það síðan.
Ingólfur, 22.3.2009 kl. 23:52
Daginn,
Ég vann hjá einum viðskiptabankanum þar til hann fór í þrot. Vil benda á nokkuð út frá minni reynslu.
Þáverandi viðskiptaráðherra sagði á fundi með okkur eftir að FME var búinn að taka yfir bankann að það yrði engar uppsagnir. Auðvita vissi ég að þetta var kjaftæði. Enda var hálfum bankanum var sagt á næstu dögum. Þetta hjálpaði ekki. Það er best að vera fullkomnlega heiðarlegur, segja hlutina beint út eins og þeir eru og sem fyrst. Annað skilur fólk bara eftir í óvissu.
Magnús (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 00:06
Í þessari grein þinni um fjármálaráðherrann þykir mér þú taka helst til of harkalega á bréfberanum. Ég held að öllum starfsmönnum hafi löngu verið ljóst í hvað stefndi og það vart hlutverk ráðherra að skipuleggja uppsagnir og áfallahjálparteymi. Að auk fannst mér hann segja þetta ósköp fallega.
Mér var sagt að Landsbankinn hefði skipulagt sínar uppsagnir sjálfir en þar var öllum safnað saman í einn sal og nöfn þeirra sem héldu vinnunni lesin upp. Það þótti mér mjög ósmekklegt en auðvitað viljum við hafa allt svona sé eins vel gert og unnt er.
Best hefði þó verið að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki fengið að vaða hér uppi í 18 ár með sína spillingu og hagstjórnarleysið. Þá hefði enginn þurft að tilkynna afleiðingarnar af því í gær. Við getum þó öll verið sammála um það!
kristin Reynisdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 00:11
Þetta er ekki öfundsverð staða að neinu leyti. Það var hinsvegar mjög illa að þessu staðið. Því að tilkynna þetta síðdegis á laugardegi? Hví ekki í fyrramálið bara? Þetta er ómerkileg meðferð á þessu fólki, hreint út sagt. Og þetta gerist á vakt VG og hins norska seðlabankastjóra.
Stefán Friðrik Stefánsson, 23.3.2009 kl. 00:15
Þetta heitir nú að "skjóta sendiboðann" Stefán Friðrik!
Hvað hefði verið sagt ef beðið hefði verið með yfirlýsinguna fram yfir helgi og fréttamenn hefðu fengið að smjatta á "óstaðfestum" fréttum? Hefði starfsfólki liðið eitthvað betur með það?
"Þjóðin" hefur óskað eftir að talað sé hreint út um hlutina og það gerir núverandi ríkisstjórn, sem betur fer.
Sigrún Jónsdóttir, 23.3.2009 kl. 00:59
Svona þurfti að gera þetta svo að upplýsingar lækju ekki út. Það hefði getað orðið áhlaup á bankan. Og svo mynni ég þig á að það var FME og Seðlabankinn sem réðust í þetta.
Ef að upplýsingar hefðu lekið út hefði verið gert áhlaup á bankann á föstudag.
Ömurlegt fyrir starfsfólkið en ég held að allir hinir bankarnir verið teknir yfir um helgi. Þetta er gert af þeirri ástæðu að þá eru þeir lokaðir og fjármálamarkaðurinn fer ekki á hliðina. Og fréttir sem hefðu lekið út ef að öllum starfsmönnum hefði verið kynnt þetta á fösudegi hefði líka getað skaðað allt kerfið og kostað okkur milljarða í viðbót.
Nú er bara að tryggja að gert verði eins vel við þá sem ekki fá vinnu og hægt er. Það vissi flest að þetta stefndi í þetta.
Magnús Helgi Björgvinsson, 23.3.2009 kl. 01:13
Ábyrgðin liggur fyrst og fremst á stjórnendum SPRON. Þeir hljóta að vita fyrstir manna að FME var að fara taka yfir þá. Þetta er ótrúlega hallærisleg klípa hjá þér.
Egill M. Friðriksson, 23.3.2009 kl. 03:14
Mér finnst þú úti á norðlensku túni með þessa gagnrýni þína Stefán. Stjórnendur (og stóreigendur) keyrðu SPRON í þrot.
Grein Gylfa um Tryggva, Þór og Herbert var hnyttinn og "spot on". Og ekkert meira um málið að segja. Hugmyndin er galin.
Hvumpinn, 23.3.2009 kl. 03:23
þú talar eins og að þetta hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti, er ekki í lagi maður, þetta vissi starfsfólkið fyrir löngu síðan og hvað átti að vera svona serstakt með akkúrat þennann sparisjóð, nei málið er það að fólkið er ennþá í afneytun á ástandinu í þjóðfelaginu, það sleppur enginn sem starfar í fjármálageiranum.
Vilhjálmur (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 06:08
Er pólitíkin eitthvað að villa þér sýn Stefán, greypstu tækifærið til að koma höggi á einhvern, enda ekki um eins auðugan garð að gresja núna eins og þegar hægri stjórnin var, og sem gat ekki einu sinni beðið Breiðuvíkurdrengina afsökunar, svona talandi um stjórnir sem hugsa um fólk!
Valsól (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 06:19
Ertu virkilega svona rosalega blindaður af bláa ljósinu?
Ég ætla ekki að gera lítið úr því að frétta af atvinnumissi á öldum ljósvakans en ef þetta er gríðarlegt klúður, hvað kallarðu þá það sem á undan hefur gengið í stjórn þessa lands (segjum svona síðustu 18 ár u.þ.b.)..?
Heilt fjármálakerfi í lýðveldisríki hrynur og með því orðspor þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Við, börnin okkar og barnabörn (o.sv.frv.) eigum að borga um ókomna tíð fyrir fjárglæfrafylleríið sem sjálfstæðisflokkurinn bauð uppá fyrir fáa - en þó flesta - útvalda. Ókey, það er allt í lagi. Áfram með smjörið! Eða eins og Hannes H. (hálfviti?) Gissurarson (væntanlega mikið idol hjá þér) myndi segja: "Gefum bara í !"
SPRON fór óumflýjanlega á hausinn (þökk sé sjálftökuliðinu og þeim sem vilja meira frelsi og minna regluverk) og starfsmenn heyrðu af því í fréttum því Gylfi gat ekki beðið fram á mánudag. Hræðilegt, gríðarlegt klúður og hann ætti að segja af sér og það sem meira er, vinstri grænir ættu að segja af sér því þeir voru á vaktinni og norski seðlabankastjórinn... tja, hann verður bara að segja af sér líka af því að Davíð varð að segja af sér (eða þannig).
Hugsaðu út fyrir bláa kassann einu sinni. Bara einu sinni, ég bið þig. Presturinn sagði mér þegar ég var gutti að Guð vissi ef ég hugsaði syndsamlegar hugsanir. Ég get fullvissað þig um (heilbrigð skynsemi) að hvorki Davíð, Hannes, Geir, Kjartan né nokkur annar af þínum bláu dýrlingum mun komast að því - ef þú segir engum frá.
Þessi pistill hjá þér er brandari. Þú ert brandari.
Jón Árnason (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 07:31
Það hefur væntanlega verið nauðsynlegt að tilkynna yfirtökuna strax. Það er væntanlega betra en ef þetta hefði spurst út eftir örðum leiðum. Leiðinlegt samt að árshátíðin hafi verið þetta sama kvöld. Það hefur væntanlega verið heldur súr stemming, sérstaklega á yfirmannaborðinu.
Arnar Ingi Einarsson (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 07:59
Þetta er náttúrulega út í hött hjá þér Stefán.
Þessi saga á langan formála. Sparisjóðirnir hafa verið mikilvægar stofnanir. Allir muna eftir þessari sérkennilegu umræðu "fé án hirðis" og þegar stofnfé sparisjóðanna var orðin fjárþúfa. Þessar stofnanir voru teknar undir græðgisvæðingu síðustu ára. Restin er þekkt.
Sparisjóðir landsins eru að mestu gjaldþrota og hafa verið í öndunarvél frá bankahruninu og núna þegar Baugur fór opinberlega á hausinn voru dagar SPRON og Icebank/Sparisjóðsbankans taldir.
Því miður eru margir zombiar í íslensku efnahagslífi Eimskip, Stoðir (greiðslustöðvun), Exista ofl. Þetta á allt eftir að falla enda dauðadæmd.
Þetta mál með árhátíð 60 starfsmanna Sparisjóðsbankans hefur ekki vegið þungt þegar á það er litið að það hefur væntanlega þurft að keyra þá inn í Nýja Kaupþing.
Í raun held ég að fólk í öllum flokkum hafi tiltrú á Gylfa Magnússyni og trúa því og treysta að vinni að samviskusemi og kunnáttu. Í raun held ég að það var snilldarbragð hjá þessari minnihlutastjórn að skipa ráðherra utan flokka.
Gunnr (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 08:30
Sæll Stebbi,
Varðandi að gera þetta á fyrramálið bara (þ.e. mánudags morgun) þá vandinn (eins og ég skil það) að sunnudagurinn var notaður í að færa innlán Sprons yfir til Kaupþings, og færa greiðslumiðlun Icebank yfir til SÍ. Þannig er hægt að hafa öll bankaviðskipti í lagi þegar fólk mætir í vinnuna. Starfsmennirnir er fullorðnir, og þó þau eru sleginn núna, þá skilja þeir þetta.
Þú kallar þetta mannvonsku. Mér skilst að Gylfi er búinn að einbeita sér að reyna að bjarga SPRON. Ekki vegna þess að bankinn skiptir máli fyrir hagkerfið, heldur vegna starfsfólksins þar.
mbk.
Magnús
Magnús (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 08:45
Það sem gerist með SPRON um helgina var nákvæmlega það sama og gerðist með Glitni í lok sept. sl.
En af því að það var Davíð sem kom þar að málum, varð allt villta vinstið vitlaust og hrópaði eins gaggandi hænur að Davíð hefði fellt Glitni.
Nú gerist það sama með SPRON og Gylfi er látinn í skítverkin, en nú segir villta vinstrið ekkert annað en að "þetta hafi verið nauðsynlegt".
Það er greinilega ekki sama hver á í hlut. Vinstrimenn búa til atburðarrásina og þeir halda að þeir hafi einkarétt á sannleikanum.
Hvenær ætlar fólk að átta sig á því hér á landi, að vinstrimenn hafa dregið fólk á asnaeyrunum með lygi og blekkingum í háum upphrópunum? Af því að fólk er fílf, uppgötvar það ekki þetta fyrr en um seinan. Það að fólk er fífl, misnota vinstirmenn sér í annarlegum pólitískum tilgangi.
Rúnar Þ. Margeirsson (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 08:56
Mér þykir einna áhugaverðast við þessar aðfinnslur að þú tekur starfsmann framkvæmdavaldsins sem sytur í umboði alþingis og gerir hann umboðslausann. Mig minnti að ég hefði séð þig fjalla um aðgreiningu valds en það er líklega ekki rétt hjá mér því að öðrum kosti fer skoðun þín á því máli eftir hentugleika.
Stefan (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 09:55
Þú talar um umboðslausan ráðherra. Það er ekki rétt!
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra hefur umboð frá Alþingi Íslendinga (meirihluta þingmanna) til að vera ráðherra, líkt og allir aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni.
Þetta er það umboð sem ráðherrar þurfa til setu á ráðherrastól og þannig hefur verið með ráðherra í öllum fyrri ríkisstjórnum eða frá árinu 1904 og kallast þingræði.
Þið þarna fyrir norðan verið að finna betra högg á Gylfa til að svara fyrir grein hans um Tryggva Þór en að kalla hann umboðslausan.
Eyjólfur (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 10:07
Ég held að ef þú lýtur heiðarlega í eigin barm að ef Gylfi hefði sagt frá þessum hörmungum á mánudagsmorgni, þá myndi bloggfærslan hljóða c.a. svona hjá þér í dag. Viðskiptaráðherra býður í nærri tvo sólarhringa með að segja þjóðinni frá gjaldþroti sparisjóðs, afsögn hlýtur að vera óumflýjanleg. Gylfi kaus að fara í felur með þá staðreynd að x milljarðar munu falla á þjóðina við fall eins stærsta sparisjóðs þjóðarinnar.. Er honum sá eini kostur búinn að segja af sér án tafar.
Guðbrandur (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 10:16
Stefán, ég held þú sért ekki búinn að fatta þetta. Gríðarlega klúðrið gerðist á vaktinni hjá Sjálfstæðisflokknum með Framsókn sér við hlið. Afleiðingarnar af því gríðarlega klúðri eru að lenda á okkur öllum.
Ísland mun ekki verða betra land að búa í ef fólk heldur áfram að hugsa eins og þú virðist gera.
Sigurður Ingi Jónsson, 23.3.2009 kl. 10:48
Ég er sammála þér Stefán. Það er hneyksli að starfsmenn frétti af uppsögn í fjölmiðlum. Ef menn kunna ekki að standa öðruvísi að þessu eiga þeir að snúna sér að öðru.
Guðmundur St Ragnarsson, 23.3.2009 kl. 12:22
Þessi stóryrti pistill er þér ekki til sóma, ágæti Stefán. Þröngt flokkssjónarhorn skyggir á alla skynsemi hjá þér.
Eiður (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.