Ási á Rifi sigrar Einar - sterkur listi í Norðvestri

Ég vil óska Ása á Rifi, Ásbirni Óttarssyni, innilega til hamingju með glæsilegan sigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann sigrar Einar Kristinn Guðfinnsson, fyrrum ráðherra, í leiðtogaslagnum og stimplar sig hressilega inn í forystusveit flokksins á landsvísu með því. Sigur Ása á Rifi er auðvitað mjög stór í ljósi þess að hann hefur lítið verið áberandi í landsmálapólitík en staðið sig þess þá heldur mjög vel í sveitarstjórnarmálunum og unnið sín verk traust og vel, er þekktur fyrir að hafa staðið sig vel í pólitískri baráttu. Grandvar og vandaður maður í hvívetna.

Í fjórum efstu sætunum eru sveitarstjórnarmenn úr Norðvesturkjördæmi. Aðeins Einar er eftir af forystusveit síðustu ára og tap hans eru vissulega mjög merkileg skilaboð og ákall flokksmanna í kjördæminu um breytingar og í raun má segja að kosning Eyrúnar og Birnu í efstu sætin sé það líka. Eyrún hefur staðið sig vel í bæjarpólitíkinni á Tálknafirði og Birna á Ísafirði. Ég óttaðist það mjög við fyrstu tölur að þær myndu strika hvor aðra út, enda koma þær af sama svæði kjördæmisins og eru báðar úr sveitarstjórnarpólitíkinni.

Athygli vekur einna helst hversu vond úrslitin eru fyrir Akranes. Beggi Óla nær í fimmta sætið en Eydís og Þórður ná ekki í hóp sex efstu. Akranes er stærsta þéttbýlissvæði kjördæmisins, eins og allir vita. Sama gerðist reyndar í prófkjörinu 2002 þegar Guðjón Guðmundsson, þáverandi alþingismaður, varð fjórði og datt í kjölfarið út af þingi.

Ég tel að flokksmenn á þessu svæði hafi valið mjög góðan lista. Þar er mikil endurnýjun, nýr leiðtogi kemur nýr til verka í landsmálunum og tvær traustar konur eru í baráttusætunum. Þessi listi ætti að geta náð góðu og traustu fylgi á þessu svæði.


mbl.is Ásbjörn vann baráttuna við Einar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Ási góður...Já vond úrslit fyrir Akranes og eiginlega með ólíkindum...hef illan bifur á þessu,kosningabandalag??

Td hvar er Þórður Guðj.veit að hann er nýr...

Ekki svo að ég sé gallharður Skagamaður..og tapsár...en... er þetta..ánægður að konurnar sé tvær á topp 4..

3 af 4 af vestfjörðum....eigi gott fyrir kjördæmið..

Kveðja.

Halldór Jóhannsson, 22.3.2009 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband