Kristján Þór Júlíusson í formannsframboð

Ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og fyrrverandi bæjarstjóra hér á Akureyri, um að gefa kost á sér til formennsku í flokknum hleypir lífi í landsfund Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi. Ég tel það jákvætt og gott að kosið verði um formennskuna í líflegri kosningu milli sterkra valkosta. Mikilvægt er að landsfundurinn verði vinnufundur þar sem unnið verður í stefnumótun til næstu ára og kosin ný og traust forysta með afgerandi umboð eftir líflega kosningabaráttu.

Tími sjálfkjörinna formannsefna er liðinn að mínu mati. Eðlilegt er að flokksmenn fái að velja milli frambjóðenda með afgerandi stefnumótun að leiðarljósi og geri upp um hvert skuli stefna. Ekki aðeins skuli kosið um stefnu í vissum málaflokkum heldur fái flokksmenn að taka af skarið með hvernig formaður stýrir þeirri vinnu á næstu árum. Mikilvægt er að stokka flokkinn upp í samræmi við þá líflegu kosningabaráttu. Nýr formaður kemur mun betur frá landsfundi eftir slík átök og þannig uppgjör.

Sjálfstæðisflokkurinn stendur á tímamótum nú eftir átján ára samfellda valdasetu í landsmálum, lengst af í forystusess ríkisstjórnar landsins. Í upphafi þess tímabils var kosið milli sterkra formannsefna og framtíðin mörkuð. Svipað uppgjör og þáttaskil verða að eiga sér stað nú. Því er ekki hægt annað en fagna því að sá valkostur sé til staðar á landsfundi um næstu helgi.

mbl.is Kristján Þór í formannskjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband